1
Innlent

Bíll brennur við Nesjavallaveg

2
Fólk

Hallgrímur fann óvænta ánægju í dánarbúi móður sinnar

3
Heimur

Kennari tekinn með kókaín í grunnskóla

4
Pólitík

„Er svona fyrir okkur komið?“

5
Heimur

Kona stakk ljósmyndara í bakið

6
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

7
Landið

Meiri gjaldtaka í Landmannalaugum

8
Innlent

Ók óvart í gegnum rúðu á skólanum

Til baka

Hallgrímur fann óvænta ánægju í dánarbúi móður sinnar

Gleymdar en geymdar sendingar fundust í sorginni.

Hallgrímur Helgason
Hallgrímur HelgasonÞurfti að kveðja móður sína, en segir að tilgangur dauðans sé „áminning um gjafir lífsins, hvatning til að fara vel með þær og gefa áfram“.

Rithöfundurinn og myndlistamaðurinn Hallgrímur Helgason missti móður sína, Margréti Schram leikskólakennara, 13. maí síðastliðinn.

Þegar hann fór í gegnum eigur hennar fann listamaðurinn hluti sem hann vissi ekki að væru til staðar. Um var að ræða teikningar og bréf sem hann sendi mömmu sinni sem kornungur drengur, sex ára gamall, þegar móðir hans eignaðist tvíburana Gunnar Helgason, leikara og barnabókahöfund, og Ásmund Helgason bókaútgefanda.

„Í dánarbúi fannst fundust gleymdar sendingar. Þegar mamma fór á spítalann að eiga tvíburana, bræður mína, Gunnar Helgason og Ásmundur Helgason, í nóvember 1965, sendi sex ára bróðir þeirra móður sinni myndskreytt bréf á hverjum degi og eftirfylgnibréf sem spurði hvort hin bréfin hefðu ekki verið góð?!“ segir Hallgrímur og bætir við: „Snemma beygðist læk-krókurinn.“

Í bréfinu til mömmu færir Hallgrímur henni kveðjur. „Sæl elsku mamma mín. Það verður svo gaman þegar þú kemur heim með litlu strákana ... Vertu blessuð Mamma mín, þinn Hallgrímur.“

Allar myndirnar má sjá hér á síðu Hallgríms.

Hallgrímur kvaddi mömmu sína 14. maí síðastliðinn í hjartnæmri færslu.

„Mamma dó í gær, 92 ára. Fór mjúklega inn í mökkinn með bros á vör. Hún var auðvitað einstök kona, eins og allir hafa sagt manni í gegnum tíðina og starfsfólkið á Hrafnistu líka. “Hún alltaf dansa við mig þegar ég hjálpa hana framúr á morgnana!” Öll komu þau inn til að kveðja hana og eiga stund.

Margrét Schram var góð í gegn, falleg, létt og kát og alltaf til í leik. Börn voru hennar yndi, barnabókmenntir og barnamenning. Þar var hún brautryðjandi. Fósturskólinn, leikskólar og félagsstarf… Inner Wheel, Ibby, Delta Kappa Gamma… Sjálf hafði hún alist upp á berklatíð; eftir að amma Jonna kom heim af Kristneshæli mátti hún aldrei faðma börnin sín, mömmu og bróður hennar, vegna smithættu.

Það stærsta sem mamma gaf okkur var að taka öll börn fjölskyldunnar í sinn faðm, líka þau sem fylgdu samböndum og hjónaböndum okkar systkina. Þau urðu hennar eigin barnabörn frá fyrsta degi.

„Lífið kenndi henni þó að aðalatriðin stóðu annarstaðar: Í leik og list, kjassi og kæti, börnum og söng.“
Hallgrímur Helgason

Mamma var víðsýn, opin og fylgdist vel með. Sá í gegnum snobb og tilgerð og var öll á lífsins bandi. Undir niðri glitti þó stundum í Schramleikann, vissar borgaralegar kröfur um að hlutirnir væru gerðir af reisn og myndarskap. Hún var jú símstjóradóttir frá Akureyri, uppalin í eina heldrafólksveruleikanum sem Ísland hefur átt, með sínum lomberkvöldum, tweedfötum og daglegum “drinks at five”. Lífið kenndi henni þó að aðalatriðin stóðu annarstaðar: Í leik og list, kjassi og kæti, börnum og söng.

Undir það síðasta læddist aftan að henni skuggi Alzheimer konungs, en létta lundin slapp ósködduð og síðasta lagið lifði enn í píanófingrunum, “Somewhere Over the Rainbow”, sem hún lék á hvert það píanó sem á vegi hennar varð.

Og nú er hún flogin yfir regnbogann til fundar við ástina sína einu, Austfirðinginn pabba, afa Helga. Foreldrarnir eru þá báðir farnir og maður stendur uppi munaðarlaus, 66 ára gamall, furðuleg tilfinning. Það er bara eins og bernskunni sé nú fyrst lokið.

Og lífið blasir þá við… allavega einhver ný tegund af lífi.

Mikil og stór er þakkarskuldin sem maður stendur í gagnvart móður sinni. Og hvað þá konu sem þessari. Við kvöddum hana auðvitað þúsund sinnum og reyndum eins og við gátum að gefa henni til baka eitthvert brot af því sem hún hafði gefið okkur en samt tókst það auðvitað aldrei. Þá er að snúa sér að öðrum, og reyna gefa þeim örlítið af glásinni sem mamma gaf. Það er víst tilgangur dauðans: Áminning um gjafir lífsins, hvatning til að fara vel með þær og gefa áfram.

Vertu sæl móðir. Ég hef aldrei verið neitt án þín og verð ekki heldur nú. Hún lengi lifi, húrra!“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Gunnar Smári Egilsson
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Pólitík

„Er svona fyrir okkur komið?“

Landmannalaugar
Landið

Meiri gjaldtaka í Landmannalaugum

Hafnarfjörður
Innlent

Ók óvart í gegnum rúðu á skólanum

Eldur Nesjavallavegi
Innlent

Bíll brennur við Nesjavallaveg

Lee Michael Granier
Heimur

Kennari tekinn með kókaín í grunnskóla

konaNY
Myndband
Heimur

Kona stakk ljósmyndara í bakið

Loka auglýsingu