Harður árekstur varð upp úr klukkan 11 í morgun.
Áreksturinn átti sér stað við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Af myndum af dæma rákust tveir bílar saman og er annar þeirra vinnubíll. Samkvæmt vitnum sem Mannlíf ræddi við var um harðan árekstur að ræða en vitnin sögðu ekkert til um hvor átti sök í málinu.
Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi slasast en bílarnir voru báðir nokkuð illa farnir eftir áreksturinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment