1
Fólk

Umdeildur fyrrverandi þingmaður selur íbúð

2
Innlent

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri

3
Heimur

Sorg á Lanzarote eftir óvænt andlát manns á sextugsaldri

4
Heimur

Sænsku glæpagengin orðin uppgefin

5
Innlent

Lífsbjörg birtir magnaðar björgunarmyndir

6
Landið

Búast má við snjó og stormi í vikunni

7
Innlent

Kristinn borgaði 380 þúsund fyrir flug til Norður-Kóreu

8
Peningar

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki

9
Fólk

Simmi fer í meðferð

10
Heimur

Nýjar upplýsingar í leitinni að litla Gus Lamont

Til baka

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Kerti
Mynd: Shutterstock

Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 1. nóvember.

Harpa fæddist 28. janúar 1980, dóttir Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðings og Haralds Inga Haraldssonar myndlistarmanns. Fósturfaðir hennar er Sigurgeir Már Jensson, heilsugæslulæknir í Vík í Mýrdal. Hún ólst upp í Mýrdalnum en hélt síðar til náms við Háskóla Íslands þar sem hún lauk BA-prófi í mannfræði. Harpa aflaði sér einnig meistaragráðu í alþjóðatengslum frá Institut Barcelona Estudis Internacionals, diplómaprófs í verkefnastjórnun og rekstri og lauk leiðsögumannsprófi frá Leiðsöguskóla Íslands.

Á starfsferli sínum sinnti Harpa fjölbreyttum og ábyrgum verkefnum, meðal annars sem verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragva og framkvæmdastjóri GeoThermHydro í Síle. Frá ágúst 2021 stýrði hún Kötlusetrinu í Vík, samfélagsmiðstöð þar sem listir, menning, náttúra og saga Mýrdalsins eru í brennidepli.

Harpa var virkur þátttakandi í menningarlífi heimabyggðar sinnar og á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrr á árinu hlaut hún menningarverðlaun samtakanna fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag sitt til menningar og samfélags í Mýrdalshreppi. Í umsögn dómnefndar var henni lýst sem ótrúlegum drifkrafti í samfélaginu, sem með einstökum krafti, jákvæðni og góðvild hélt uppi menningarstarfi og samfélagslegri virkni.

Harpa stóð meðal annars að skipulagningu bæjarhátíða á borð við Regnbogann og Vor í Vík, oft ein eða með lítilli aðstoð, auk þess sem hún skipulagði tónleika og sýningar.

Eiginmaður Hörpu er Pablo Javier Cárcamo Maldonado frá Síle og sonur þeirra León Ingi, fæddur 2015.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði
Myndband
Heimur

Orange is the New Black-leikkona berar brjóstin í furðulegu myndskeiði

„Er þetta nýja Britney?“
Anna eyddi tugum þúsunda í happdrætti í hverjum mánuði
Fólk

Anna eyddi tugum þúsunda í happdrætti í hverjum mánuði

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester
Heimur

Kasólétt unglingsstúlka týnd í Gloucester

Þórsmörk sett á sölu
Myndir
Fólk

Þórsmörk sett á sölu

Elí Helgi gekk í skrokk á liggjandi manni með kylfu
Innlent

Elí Helgi gekk í skrokk á liggjandi manni með kylfu

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri
Innlent

Sonur Hildar verður fyrir gegndarlausu einelti á Akureyri

DNA spilaði lykilhlutverk í nauðgunarmáli
Innlent

DNA spilaði lykilhlutverk í nauðgunarmáli

Jón Guðlaugsson er fallinn frá
Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá

Simmi fer í meðferð
Ný frétt
Fólk

Simmi fer í meðferð

Reggígoðsögnin Jimmy Cliff er fallin frá
Heimur

Reggígoðsögnin Jimmy Cliff er fallin frá

Yfir 250 börn enn í haldi mannræningja í Nígeríu
Heimur

Yfir 250 börn enn í haldi mannræningja í Nígeríu

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki
Peningar

Kristmundur Axel stofnar nýtt fyrirtæki

Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá
Minning

Jón Guðlaugsson er fallinn frá

Harpa Elín Haraldsdóttir látin
Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Loka auglýsingu