
Körfuboltamaðurinn Ólafur Ólafsson úr Grindavík segir að þrátt fyrir heimþrá ætli hann ekki að gera svokallaðan hollvinasamning um sitt gamla heimili.
Ólafur mætti og ræddi málin á Bráðavaktinni á K100 við þau Evu Ruzu og Hjálmar Örn.
Ólafur er sem betur fer hvergi nærri hættur enda ennþá í frábæru standi og baráttan ávallt jafnmikil.
Talið barst að nýjum fréttum þess efnis að Grindvíkingar gætu fengið að búa tímabundið í gömlu húsunum sínum í sumar; Ólafur er ekki þar:
„Þú getur borgað ákveðna upphæð til að fá að gista, en þá ertu eiginlega að leigja það. Af því að við eigum náttúrulega ekki húsin,“ útskýrði Ólafur sem íhugar þó að nýta sér möguleikann varðandi hús foreldra sinna:
„Mig langar dálítið að gera það við húsið hjá mömmu og pabba. Að fá mömmu til að gera það. Mig kítlar pínulítið, en er ekki búinn að taka neina ákvörðun um þetta; af því að maður veit ekkert hvernig þetta verður í vetur.“
Í þættinum kom Ólafur inn á nýlega heimsókn til Þorleifs bróður síns, sem er ávallt kallaður Lalla, til Grindavíkur - en Þorleifur hefur nýtt sér hollvinasamninginn áðurnefnda og þar upplifði Ólafur að gamla og góða stemningu í Grindavík; grill, pottur og það að horfa á börnin skemmta sér vel á trampólíni:
„Það var rosa kósý - sem er það skrítnasta við þetta; allt í einu er maður farinn að heyra fuglasönginn og það eru ekki eins margir bílar að keyra um göturnar. Það er kyrrð sem er pínu skrítin,“ segir Ólafur Ólafsson, einn allra besti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar.
Komment