1
Peningar

Þrettán í Mosfellsbæ sem eiga nóg milli handanna

2
Innlent

Segir Stefán Einar vera talsmann barnamorða

3
Peningar

Blússandi hagnaður hjá Fiskikónginum

4
Pólitík

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu

5
Fólk

Fagurt risaeinbýli til sölu í Árbænum

6
Innlent

Ber saman fund gærdagsins við mótmæli Íslands - Þvert á flokka

7
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

8
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

9
Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús eftir að ekið var á hann

10
Innlent

Drukkinn ökuþór í Hafnarfirði

Til baka

Heitir nú Hallur Snjókaldur

„Ég náði ekki að láta mömmu og pabba vita en þau lásu þetta í fréttunum en þau föttuðu það strax að þetta væri ég“

Snjókall
SnjókallEkki náðist að mynda Hall Snjókald fyrir fréttina en hér er snjókall
Mynd: MORRIS MAC MATZEN / AFP

Hallur Kristján Jónsson, tónlistarmaður og starfsmaður hjá Iðnó, komst í fréttirnar á dögunum þegar Mannanafnanefnd samþykkti viðbótarnafn hans, Snjókaldur. Mannlíf ræddi við Hall.

Ástæðan fyrir nafninu Snjókaldur tengist eiginkonu Halls, Sigríði Ellu Frímannsdóttur, að sögn Halls.

„Þetta varð til þannig að þetta var einhverskonar uppnefni sem konan mín bjó til. Það var ýmist Haraldur eða Snjókaldur.“

Halli fannst það síðan skrítið að þetta nafn væri ekki til og ákvað að gera eitthvað í því.

„Svo fannst mér það svo asnalegt að þetta nafn væri ekki til, þetta er svo geggjað nafn. Ég fór og kannaði það og lét svo verða af því að sækja um það.“

Segir Hallur þetta vera hálfgerðan gjörning.

„Þetta er svona gjörningur, að búa til nýtt nafn sem hljómar eins og það hafi alltaf verið þarna,“ segir Hallur og hlær.

Aðspurður hvort hann þyrfti ekki nú að sækja um ný skilríki og vegabréf, sagðist Hallur hvort sem er hafa þurft að sækja um nýtt vegabréf.

„Ég þurfti hvort sem er að endurnýja vegabréfið, allt hitt er eitthvað rafrænt drasl.“

En hvernig voru viðbrögðin við nýja nafninu?

„Ég náði ekki að láta mömmu og pabba vita en þau lásu þetta í fréttunum en þau föttuðu það strax að þetta væri ég. En almennt þá hefur þetta kveikt bros og það er meira að segja búið að stytta þetta niður í Snjósi hérna í vinnunni.“

Hallur Snjókaldur, sem kemur frá Egilsstöðum, var stundum þekktur undir nafninu Hale Johnson en hann var meðal annars í rafpopphljómsveitinni Bloodgroup ásamt systkinum sínum tveimur og fyrrum mági. Það viðurnefni kom frá gömlum sögukennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

„Þetta var hann Björn Vigfússon, sögukennari sem bjó þetta til. Hann hafði viðurnefni á flesta nemendur sína,“ segir Hallur hlæjandi og bætir við: „Þegar það var nafnakall kom alltaf „Hale Johnson?“ en svo varð það listamannanafnið þegar maður var að stíga fyrstu skrefin í poppbransanum.“

En er Hallur Snjókaldur alveg hættur í poppinu?

„Nei, ég nú að sjá um menningarhúsið Iðnó og það er heldur betur líf hérna en ég er ekkert að spila sjálfur, ekki fyrir aðra en sjálfan mig.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum
Heimur

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum

„Frelsandi, fokking frelsandi“
Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

Púað á Trump á frægu tennismóti
Myndband
Heimur

Púað á Trump á frægu tennismóti

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti
Heimur

Hæstiréttur Ísraels úrskurðar: Palestínskum föngum vísvitandi haldið í svelti

Stóðu saman gegn þjóðarmorði
Myndir
Innlent

Stóðu saman gegn þjóðarmorði

Úkraína gefur út handtökuskipun á hendur rapparanum Timati
Heimur

Úkraína gefur út handtökuskipun á hendur rapparanum Timati

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu
Pólitík

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir
Skoðun

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttaskólinn NÚ – framsýn nálgun á nám og íþróttir

Blússandi hagnaður hjá Fiskikónginum
Peningar

Blússandi hagnaður hjá Fiskikónginum

Drukkinn ökuþór í Hafnarfirði
Innlent

Drukkinn ökuþór í Hafnarfirði

Fagurt risaeinbýli til sölu í Árbænum
Fólk

Fagurt risaeinbýli til sölu í Árbænum

Fólk

Heitir nú Hallur Snjókaldur
Fólk

Heitir nú Hallur Snjókaldur

„Ég náði ekki að láta mömmu og pabba vita en þau lásu þetta í fréttunum en þau föttuðu það strax að þetta væri ég“
Kenndar konur tóku á rás
Myndir
Fólk

Kenndar konur tóku á rás

Fagurt risaeinbýli til sölu í Árbænum
Fólk

Fagurt risaeinbýli til sölu í Árbænum

Aron Mola byrjaður í nýju sambandi
Fólk

Aron Mola byrjaður í nýju sambandi

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

Tekjukóngur selur rándýrt einbýli
Fólk

Tekjukóngur selur rándýrt einbýli

Loka auglýsingu