Fyrir þá einstaklinga sem vilja sveitarsæluna á höfuðborgarsvæðinu er hægt að kaupa Lækjarbraut 4 en húsið stendur á 2,1 ha. eignarlóð í Kjós.
Auk hússins er á lóðinni hesthús og eru þau tvö samtals 347,2 fm.
Fallegt útsýni er m.a. til Snæfellsjökuls og fjallahringsins, Akrafjalls og Skarðsheiðar. Húsið skiptist í stóra forstofu, innri forstofu, hol, stofur, eldhús, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús og búr.
Bílskúrinn er 55 fm. og yfir honum er íbúð með sérinngangi, forstofu og baðherbergi á neðri hæð, en uppi er opið rými undir súð, með eldhúsi í öðrum endanum.
Eigendurnir vilja fá 187.900.000 krónur fyrir eignina.










Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment