Sjafnargata 14 hefur verið sett á sölulista en húsið hefur lengi verið talið eitt það glæsilegasta í höfuðborginni og þótt víða væri leitað. Þá hefur það reglulega verið á listum yfir dýrustu einbýli landsins þegar það hefur verið selt.
Húsið er 384m² á stærð og þar inni eru sjö svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað en árið 2020 var eignin uppgerð að innan, þ.m.t. voru endurnýjuð öll gólfefni, innréttingar, lýsing, allar lagnir, rafmagn, hurðar og gluggar. Skipt var um þak á húsinu og settar þaksvalir í staðinn.
Eigendur vilja ekki gefa upp fast verð en óska eftir tilboðum í þetta frábæra hús.







Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment