
Winterset vatn í FlórídaEr staðsett í Polk sýslu.
Allsherjarslagsmál brutust þann 2. ágúst við Winterset-vatn í Flórída en myndband af áflogunum hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.
Í myndbandinu sést hópur fólks í slagsmálum við vatnið en Winterset-vatn er staðsett austan við Tampa borg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á svæðinu rotuðust tveir í slagsmálunum og voru átta handteknir þegar lögreglan mætti á svæðið. Þá greinir lögreglan frá því að nokkrir af þeim sem handteknir voru hafi verið undir lögaldri.
Þeir bíða nú ákæru vegna slagsmálanna.
Samkvæmt manni sem var á svæðinu með fjölskyldu sinni tókst slagsmálahópurinn að eyðileggja samverustund fjölskyldunnar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment