1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

3
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

4
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

5
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

6
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

7
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

8
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

9
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

10
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

Til baka

Hvalveiðimótmælendur saka lögreglu um að hafa eytt upptökum sem gætu sannað ofbeldi

Elissa Bijou og Anahita Babaei eru hissa hversu lengi dómsmálið gegn þeim hefur tekið

Mótmæli
Frá mótmælunum 2023Málið var þingfest í upphafi júní, en mótmælin áttu sér stað í september 2023.
Mynd: Lára Garðarsdóttir

„Við höfum beðið í tvö ár eftir niðurstöðu. Við vissum þegar við mótmæltum, að við þyrftum að horfast í augu við afleiðingar en okkur grunaði ekki að þær myndu taka svona langan tíma,“ segir Elissa Bijou. Hún og Anahita Babaei voru ákærðar fyrir að hafa farið án leyfis um borð í Hval 8 og Hval 9 í þeim tilgangi að hindra hvalveiðar Hvals hf. Málið var þingfest í upphafi júní, en mótmælin áttu sér stað í september 2023. Konurnar eru í ítarlegu viðtali hjá Heimildinni en hér má sjá brot úr því.

Þær eru ákærðar fyrir þrjú brot, en segja ákærurnar úr hófi fram miðað við aðgerðir þeirra.

„Það kom okkur öllum á óvart, lögfræðistofunni, fólki sem við töluðum við í réttarsalnum og meira að segja þau sem styðja hvalveiðar eru hissa á því hversu miklu skattfé eigi að verja í málið okkar.“

Ákærurnar snúa að húsbroti, broti gegn lögum um siglingavernd og óhlýðni við fyrirmæli lögreglu.

Myndbandsupptökur glataðar af lögreglu

„Dómarinn var ekki sáttur með ákæruvaldið því að eftir tveggja ára rannsókn höfðu þau ekki einu sinni afritað myndefnið úr líkamsmyndavélum og myndefni úr líkamsmyndavélum sem við þurftum á að halda var hentuglega búið að týna,“ segir Elissa með kaldhæðni. „Þannig við höfum ekki einu sinni haft tíma til að búa til almennilega vörn sem er út í hött eftir tvö ár.“

Anahita bætir við: „Við lögfræðingurinn minn, virkilega reyndum að fara í gegnum möguleg mannréttindarbrot eða lögregluofbeldi sem var öllu vísað frá. Myndefnið sem gæti mögulega sannað ofbeldi hafði hentuglega verið eytt af lögreglunni. Þannig það er bara mál sem hefur verið þurrkað út sem ég og lögfræðingurinn minn vorum að vona að gæti farið lengra.“

Ennfremur segir Anahita: „Lögfræðingar okkar eru staðfastir á því að ákærurnar eru óhóflegar og að málið hefði átt að vera látið niður falla.“ Í september munu lögfræðingarnir mæta fyrir dóm og reyna að fá málið látið niður falla. Verði það ekki samþykkt fer aðalmeðferðin fram í janúar næstkomandi. „Við vitum það öll að þau eru að reyna að setja fordæmi þannig að málið okkar verður ekki látið falla niður og mun fara fyrir dómstóla,“ segir Anahita.

Elissa segir að þeim hafi verið boðið að samþykkja sektargerð til að forða því að málið færi lengra. „Eftir að við vorum handteknar var okkur sagt að við gætum látið þetta allt hverfa ef við myndum samþykkja ákærurnar og viðurkenna að við hefðum brotið lög og borga himinháa sekt. Mun hærri en önnur friðsöm mótmæli eða dýravinamótmæli sem íslenskir almennir borgarar hafa staðið fyrir.“ Þær neituðu að samþykkja. „Við höfum rétt til þess að mótmæla þegar allar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Það skipti okkur máli að við hörfuðum ekki frá því.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Ólöglegar vörur með bótúlíneitri hafi borist til landsins og verið notaðar hér, og lögregla hefur verið upplýst um málið.
Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael
Heimur

Fyrrverandi forseti Ísraelsþings kallar eftir refsiaðgerðum á Ísrael

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land
Myndband
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga
Peningar

Gjaldþrotaskiptum lokið eftir fjögur þúsund daga

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Ólöglegar vörur með bótúlíneitri hafi borist til landsins og verið notaðar hér, og lögregla hefur verið upplýst um málið.
„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi“
Innlent

„Á Alþingi Íslands er rætt um að vísa ungum manni sem misst hefur fjölskyldu og vini í helförinni á Gaza úr landi“

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær
Myndir
Innlent

Grunsamlegur bensínbrúsabíll stóð við Seljakirkju í gær

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum
Innlent

Margrét er orðin dauðþreytt á kynþáttafordómunum

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ
Innlent

Margrét Löf ákærð í tengslum við andlát föður síns í Garðabæ

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi
Innlent

Matvælastofnun innkallar kleinuhringi

Loka auglýsingu