Til sölu er einstaklega rúmgóð og björt tveggja herbergja íbúð á 3. hæð, efstu hæð, í góðu lyftuhúsi með frábæru aðgengi við Ferjuvað 13 í Norðlingaholti í Árbænum.
Það eru þau Daði Ólafsson og Tinna Björk Birgisdóttir sem eiga íbúðina en Daði er einn af eftirlætissonum Árbæjarhverfis. Daði lék með karlaliði Fylkis árum saman og spilaði yfir 200 leiki með félaginu en hann hætti knattspyrnuiðkun í fyrra. Þá lék hann upp allra yngri flokka félagsins.
Íbúðin státar af mikilli lofthæð, opnu og björtu skipulagi og rúmgóðum suðursvölum.
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 89,4 fm, þar af er 6,9 fm geymsla í kjallara. Gengið er inn í íbúðina af svölum sem gefur henni sérstöðu og skemmtilegt yfirbragð.
Forstofa er rúmgóð með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Eldhús og stofa mynda eitt opið og afar rúmgott rými með mikilli lofthæð. Stofan er björt og rúmgóð og þaðan er útgengt út á stórar suður svalir. Eldhús er með svartri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, gert ráð fyrir ísskáp í innréttingu, helluborði, gufugleypi og góðu borðplássi. Parket er á gólfi. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðu skápaplássi og parketi á gólfi. Baðherbergi hefur verið endurnýjað og er rúmgott með innangenginni sturtu, góðum innréttingum, handklæðaofni, upphengdu salerni og flísum á veggjum og gólfi. Þvottahús er innan íbúðar en er í dag nýtt sem auka geymsla.
Íbúðinni fylgir 6,9 fm geymsla í kjallara hússins. Húsið var byggt árið 2011 og er vel við haldið.
Óskað er eftir 65.900.000 kr. fyrir eignina.


Komment