
Þrír meðlimir fjölskyldu, þar á meðal barn, slösuðust í sjaldgæfri árás ísbjarnar lengst norður í Síberíu, að sögn rússneskra yfirvalda í dag
Lögregla á staðnum „fékk tilkynningu um að ísbjörn hefði ráðist á fólk 40 kílómetra frá þorpinu Nosok,“ að því er fram kemur í tilkynningu svæðisbundins innanríkisráðuneytis á Telegram.
Nosok er í Krasnojarsk-héraði, innan heimskautsbaugsins.
„Þrír ríkisborgarar, fæddir 1983, 2015 og 2006, hafa slasast í árás ísbjarnar,“ sagði í tilkynningu yfirvalda.
Árásir ísbjarna á menn eru afar sjaldgæfar, en sérfræðingar segja að minnkandi hafís vegna loftslagsbreytinga ýti undir að dýrin nálgist byggð svæði í leit að fæðu.
Fjölskyldan var flutt á öruggan stað og veitt aðstoð.
Yfirvöld greindu ekki frá alvarleika meiðslanna en sögðu að einn einstaklingur gæti þurft á sjúkrahúsvist að halda.
Komment