1
Pólitík

Segir Guðrúnu vilja reka Hildi Sverrisdóttur sem þingsflokksformann

2
Peningar

Hneykslast á verðmun á Íslandi og Danmörku

3
Heimur

Karlmaður lést eftir sýruárás

4
Fólk

Sól kveður Kleppsveg

5
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

6
Innlent

Þórdís yfirgefur Sýn

7
Fólk

Stórleikarinn Pedro Pascal á Íslandi

8
Heimur

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu

9
Pólitík

Halla, Þorgerður og Alma fara til Svíþjóðar

10
Heimur

Lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á stórtónleikum Lady Gaga

Til baka

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu

Birtu myndbandið sjálfir á samfélagsmiðlunum.

Viðbjóður
SprengjuárásinÚr myndskeiði sem sýnir sprenginguna og barnsins.

Í dag fór í dreifingu myndband á netinu þar sem sjá má ísraelska hermenn sprengja íbúðarhús á Gaza en hermennirnir láta í það skína að þeir noti sprengjuna sem kynjaafhjúpun þar sem blár reykur stígur upp úr rústunum og hlátur heyrist í bakgrunni. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera.

Myndbandið, sem sagt er hafa verið birt af hermönnunum sjálfum á samfélagsmiðlum, sýnir öfluga sprengingu jafna byggingu við jörðu í íbúðahverfi. Blár reykur rýkur upp í loft í táknrænni vísun í kynjaveislur þar sem kyn barns er opinberað. Í bakgrunni heyrist hlátur þegar myndavélin færist yfir rústirnar.

Atvikið hefur vakið djúpa reiði og þykir sýna skeytingarleysi fyrir mannslífum sem fylgt hefur hernaðaraðgerðum Ísraels í Gaza, þar sem mannúðarkrísa af áður óþekktri stærðargráðu geisar.

Frá 7. október 2023 hefur árás Ísraels á Gaza leitt til dauða yfir að minnsta kosti 52.500 Palestínumanna, þar af meirihluti konur og börn. Talið er að um 92% húsnæðis á svæðinu hafi verið eyðilagt eða stórskemmt. Ísraelski herinn hefur beitt jarðýtum, loftárásum og sprengingum víða á svæðinu, og fjölmörg heimili hafa vísvitandi verið kveikt í.

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og fyrrverandi varnarmálaráðherra Yoav Gallant fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Einnig er Alþjóðadómstóllinn (ICJ) með mál gegn Ísrael þar sem þjóðarmorð eru til skoðunar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


AFP__20250505__44J22U8__v4__HighRes__TopshotBritainRoyalsWwiiHistoryAnniversary
Heimur

Bretland hefur fjögurra daga hátíðahöld til að minnast 80 ára frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Grikkland hlaupahjól
Heimur

Borgarstjóri Aþenu segir rafhlaupahjól vera til ama

Shirley Manson
Heimur

Söngkona Garbage kallar þjóðarmorð Ísraela „viðbjóðslegasta glæp aldarinnar“

Thelma Lind tekur við boxi
Peningar

Thelma Lind og Óskar fengu fyrsta barnaboxið frá Bónus

Capture
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

Halla Tómasdóttir forseti Íslands
Pólitík

Halla, Þorgerður og Alma fara til Svíþjóðar