
Ivanka Trump naut páskafrísins í Kosta Ríka með fjölskyldunni og er með ljósmyndir og myndskeið því til sönnunar.

Forsetadóttirin Ivanka Trump birti fallega færslu á Instagram þar sem hún lýsir páskafríinu sínu sem hún naut í faðmi fjölskyldunnar og náttúrunnar í Kosta Ríka. Segir hún að fríið hafi nýst í að „tengjast aftur jörðinni, trúnni og hvert öðru“.

Meðal þess sem Ivanka og fjölskylda hennar dunduðu sér við á Kosta Ríka var að fara á brimbretti, lásu bækur og stukku niður fossa.

Hér má sjá færsluna í íslenskri þýðingu:
„Þakklæti nær ekki að lýsa því.
Að eyða páskahátíð gyðinga og páskum umvafin hrárri fegurð Kosta Ríka var gjöf sem ekki verður lýst með orðum. Tíminn hægðist. Við fórum á brimbretti undir gylltum himni, þeyttumst í gegnum frumskóginn, stukkum niður kalda fossa, lásum þar til sólin hvarf og leyfðum kyrrðinni og djúpum svefni að taka yfir.
En umfram ævintýrin snerist þessi vika um að tengjast aftur – jörðinni, trúnni og hvert öðru. Slökkva á tækjum og stilla sig inn. Rótast í takti náttúrunnar. Finna hið heilaga í þögninni, í hlátri barnanna minna, í andardrætti trjánna.
Hjarta mitt er fullt þakklætis fyrir þessi augnablik samveru og endurnýjunar. Ég óska ykkur öllum sömu ró og nærveru, hvar sem þið eruð.
Pura vida. Shalom.“
Komment