
Stjörnurnar úr Celebrity Big Brother voru myndaðar kyssast í sundlaug á Mexíkósku hóteli sem er aðeins fyrir fullorðna. Chris, 32 ára, var brosandi út að eyrum á meðan hann kyssti JoJo, 22 ára, sem sat klofvega á honum á uppblásnu sundrúmi.
Aðdáendur hafa um tíma velt fyrir sér hvort eitthvað meira væri á milli þeirra félaga, eftir að þau urðu náin í Celebrity Big Brother-húsinu síðasta mánuð. Orðrómurinn um rómantík styrktist enn frekar þegar JoJo hætti með kærustunni Kath Ebbs nokkrum klukkustundum eftir að hún yfirgaf húsið. Í fyrstu sameiginlegu viðtalinu þeirra eftir þáttinn fullyrti JoJo þó að sambandið þeirra Chris væri aðeins vinasamband.
En nú virðast neistarnir fljúga á milli þeirra eftir að þau voru mynduð kyssast. Þau virtust hvorugt feimin við að sýna ást sína opinberlega á myndum sem birtust í The Sun, þrátt fyrir að þau hafi áður neitað því að þau væru í rómantísku samband.
Að sögn sjónarvotts sem ræddi við blaðið voru þau „algerlega ástfangin“. „JoJo og Chris voru mjög ástfangin og kysstust fyrir allra augum. Þau héldust í hendur og minntu á glöð ástfangin pör sem eru rétt að byrja. Það var fallegt að sjá þetta. Þau voru mjög náin, ekki ósvipað og þau voru í sjónvarpinu, bara aðeins meira náin.“
„JoJo virtist alveg afslöppuð, algjörlega ástfangin og allt önnur en hún er þegar hún stendur á sviði. Þau virðast bara vera alveg í sínu eigið rými með hvoru öðru.“
Ólíkleg vinátta þeirra þróaðist hratt í mjög náið samband sem margir áhorfendur töldu bera merki um dýpri tengingu. Margir fullyrtu að þau væru „ástfangin hvort af öðru“.
Á meðan þau voru í Big Brother-húsinu var JoJo í sambandi við áströlsku kærustuna Kath Ebbs, 27 ára. En eftir að tengslin við Chris urðu sterk hætti hún við Kath í lokaveislu þáttarins, eftir sjö mánaða samband.
Síðan þá hafa JoJo og Chris haldið sambands sögusögunum gangandi með ástúðlegum myndum á samfélagsmiðlum. Í síðustu viku flaug Chris 12 klukkustundir til Mexíkó til að sjá JoJo á tónleikaferðalagi hennar og nú er hann staddur í Orlando í Flórída, þar sem hann dvelur áfram með fyrrverandi Big Brother-húsfélaga sínum.
Þau birtust nýverið saman í Access Hollywood með þáttastjórnendunum Mario Lopez og Kit Hoover, þar sem þau ræddu „þróun sambands síns“. Viðtalið varð vandræðalegt þegar Chris roðnaði og varð orðlaus þegar hann var spurður út í sambandið við JoJo, sem er 11 árum yngri en hann.
„Ég vissi ekkert um JoJo og hún ekki um mig þegar við komum fyrst í húsið. En þegar maður er lokaður inni svona, án símans og sambands við umheiminn, þá myndar maður eigin tengingar,“ sagði Chris.
„Við bundumst böndum og hlógum mikið saman,“ bætti hann við.
Þegar þau voru spurð hvernig þau myndu lýsa sambandi sínu, sagði JoJo: „Það er eiginlega ekki hægt að skilgreina það, þetta er mjög sérstakt.“ Chris tók undir það: „Já, það er erfitt að lýsa þessu. Ef þú vilt lýsingarorð …“ sagði hann hikandi áður en hann hló og sagði: „Ó … af hverju er ég orðlaus? Hvað er að gerast? Guð minn góður.“
Chris sagði einnig í viðtalinu að hann hefði horft á tónleika hjá JoJo í Mexíkó og kallaði þá „frekar flott“ áður en hann staðfesti að JoJo myndi fljúga til London í næstu viku til að eyða meiri tíma með honum, sem ýtti enn frekar undir sögusagnir um rómantík á milli þeirra.
„Hún kemur til London í næstu viku, það verður gaman,“ sagði Chris og gaf í skyn að hann myndi jafnvel fylgja henni á tónleikaferðalaginu. „Ég verð þarna, dansandi í mannmergðinni. Ég sá hana nýlega, þetta var alveg mögnuð sýning.“
Komment