1
Pólitík

Lilja Rafney missir sæti sitt

2
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás

3
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

4
Innlent

Verðmætum stolið úr bíl Björns

5
Minning

Guðmundur Andri minnist látins bekkjarbróður

6
Innlent

Tvö börn hafa kært Írisi „eltihrelli“

7
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

8
Minning

Vilhjálmur Rafnsson er fallinn frá

9
Landið

Séra Karen fer heim á Snæfellsnes

10
Pólitík

Bráðamóttakan stækkuð til muna

Til baka

Jón Gnarr át úldinn sviðakjamma

„Ekki besti matur sem ég hef fengið“

Jón Gnarr árið 2025
Jón GnarrJón er hálfgerð alæta.
Mynd: Alþingi

Jón Gnarr kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að mat eins og sjá má í nýlegri Facebook-færslu þingmannsins. Þar segist hann hafa fengið sér skerpukjöt, spekk og grindarhval í Norræna húsinu á dögunum þegar haldið var upp á dag færeyska fánans. „Sannkallað góðgæti,“ skrifaði Jón um þessa þjóðlegu rétti frá Færeyjum.

Segir Jón að það hafi komið mörgum á óvart að hann væri gefinn fyrir slíkan mat og tekur fram að ákveðin tegund af karlmönnum hafi í gegnum tíðina haft „skrítnar hugmyndir um lífshætti“ Jóns.

„Ég fór í Norræna húsið um daginn á degi Færeyska fánans. Þar var boðið uppá skerpukjöt, grind og spekk með. Sannkallað góðgæti. Það virtist koma mörgum á óvart að ég væri gefinn fyrir svona. Ákveðin tegund af köllum sem eru 1+ kynslóð eldri en ég virðast mér oft hafa skrítnar hugmyndir um mína lífshætti. Fæ oft glósur frá þeim í skötuveislum og slíku.“

Jón telur síðan upp dæmi um það sem hann hefur látið ofan í sig í gegnum tíðina en það verður seint kallað kræsingar og eru lesendur sem eru viðkvæmir eða velgjugjarnir eru varaði við að lesa lengra.

„Ég hef nú samt látið oní mig margt ókræsilegra en þeir flestir. Mér finnst tindabykkja með hnoðmör góð. Ég át einu sinni soðinn mjólkurkóp sem Ólína á Kinnastöðum bauð mér uppá, afþakkaði reyndar soðin júgur á Einarsstöðum í Reykjahverfi og fylgdist með pabba graðka í sig sviðnum selshaus sem kallaðist góna og þótti herramannsmatur. En ég át einn og einn kubb af saltaða selspikinu sem pabbi fékk í versluninni Svalbarða. Ekki var það sérstaklega gott. Súrsaða leggi át ég einsog flest annað sem kom uppúr súrtunnunni. Svartbaksegg át ég af bestu lyst hvert vor en gaf pabba egg með ungum í. Rámar í súrsuð svartbaksegg.“

Og Jón er hreint ekki búinn að telja upp hina ókræsilegu rétti sem hann hefur borðað yfir ævina.

„Rámar líka í saltaða grásleppu. Samkvæmt pabba borðaði ég súrsaða selshreyfa sem barn þótt ég muni ekki eftir því og langaði ekkert í það síðar.

Siginn og kæstur fiskur var hversdagsmatur á mínu æskuheimili. Í Svíþjóð át ég surströmming af bestu lyst. Gaf pabba eina dós en hann kúgaðist svo mikið þegar hann opnaði hana að hann gat ekki smakkað.“

Að lokum skrifar þingmaðurinn fyndni frá því að hann hafi nýverið borðað úldinn sviðakjamma. Hér mega hugrakkir lesa þá lýsingu:

„Át síðast úldinn sviðskjamma á sviðinu í Samkomuhúsinu, augað meðtalið. Þetta voru mín eigin mistök því ég tók ekki nýjan kjamma heldur annan sem legið hafði á borði við stofuhita í viku. Ekki besti matur sem ég hef fengið en heldur ekkert alvont og mér varð ekki meint af.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Roksana
Heimur

Starfsmaður á lúxusleikskóla ákærður fyrir að hafa beitt 23 börn ofbeldi

cocaine kókaín
Heimur

Barbie í lykilhlutverki í fíkniefnaheimi Suður-Ameríku

Flugvallastarfsmaðurinn
Myndband
Heimur

Starfsmenn flugfélags sem hæddust að viðskiptavini sagt upp

Marta Wieczorek
Innlent

Opnað fyrir tilnefningar um „Reykvíking ársins“

matarvagn páll hafþór
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

Karl III
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

shutterstock_2462352431
Menning

Nemo fordæmir þátttöku Ísraels í Eurovision og gagnrýnir bann á Pride-fánum