
Jón Gnarr neyddist til að afsaka grín sem hann birti um Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Þingmaðurinn og grínistinn Jón Gnarr birti í morgun ljósmynd af Donald Trump þar sem hann er búinn að gyrða buxurnar upp að bringu nánast. Við myndina skrifaði Jón:
„Það má segja ýmislegt misjafnt um Trömp en hann kann að gyrða sig.“

Hálf tíma síðar neyddist Jón til að bæta við afsökun á gríninu, þar sem um væri að ræða „pólitískt tilfinningamál fyrir mörg“. Í viðbótinni beitti Jón hárfínni kaldhæðni þar sem hann sagðist vona að hann gæti einhvern tíma gyrt sig jafn vel og Trump.
„*Okey smá viðbót hérna þar sem þetta er mikið pólitískt tilfinningamál fyrir mörg. Það var ekki ætlun mín að gera lítið úr gamla manninum. Hann er bara einsog hann er en þessi gyrðing er til fyrirmyndar og svona hef ég alltaf gyrt mín börn og mun vonandi einn daginn fá leyfi míns æðri máttar til að gyrða mig svona sjálfur.“
Komment