
Nicole Staples, sem kennir í 2. bekk við Cottage Hill Christian Academy í Mobile í Alabama og var nýlega útnefnd ein af kennurum ársins í ríkinu, á nú yfir höfði sér ákæru fyrir alvarlegt ofbeldi gegn barni sínu.
Staples var handtekin á miðvikudag og ákærð fyrir vísvitandi ofbeldi gegn barni yngra en 18 ára, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu sýslumanns.
Í myndbandi, sem vakti mikla athygli, virðist Staples slá unglingsson sinn með belti allt að tuttugu sinnum, á meðan hún skammar hann harkalega fyrir að hafa ekki gengið frá eftir sig. Í myndbandinu má einnig sjá hana grípa í hár hans áður en hún slær hann aftur.
Staples var samkvæmt frétt AL.com útnefnd aðstoðarkennari ársins í Alabama í maí síðastliðnum.
Chris Brazell, skólastjóri Cottage Hill Christian Academy, sagði í yfirlýsingu að skólinn legði velferð barna ávallt í forgang og myndi bregðast hratt, gagnsætt og af ábyrgð við þegar mál kæmu upp sem gætu haft áhrif á öryggi eða heiðarleika skólans. Staples var send´i leyfi frá störfum í kjölfar handtökunnar.
Sýslumannsskrifstofan staðfesti við TMZ að hún væri meðvituð um myndbandið. Börn Staples hafa verið sett í umsjá verndaraðila á meðan málið er rannsakað, í samráði við Staples og eiginmann hennar.
Rannsóknardeild sýslumanns hefur tekið viðtöl við börnin, kennara og nágranna.
Talsmaður Cottage Hill Christian Academy sagði við TMZ að Nicole Staples hefði verið sett í leyfi frá störfum á meðan málið væri til skoðunar, og að skólinn ynni náið með lögreglunni í Mobile.
Hér má sjá myndbandið en viðkvæmir eru varaðir við.

Komment