
Leikkonan Courtney Henggeler, þekkt fyrir hlutverk sitt sem Amanda LaRusso í Cobra Kai, hefur ákveðið að hætta í leiklist eftir meira en 20 ár í bransanum. Hún segir að ákvörðunin hafi ekki snúist um leiklistina sjálfa heldur stöðuga baráttu og streitu sem fylgdi ferlinu.
„Ég vildi ekki lengur vera tannhjól í vélinni,“ skrifaði hún á Substack. Þrátt fyrir velgengni í Cobra Kai fann hún sig föst í sama hring, „baráttan, puðið, og af og til eitt leikhlutverk.“
Í stað þess að halda áfram í þessum heimi vill hún nú sjálf „vera vélin“ og hvetur aðra til að viðurkenna eigið vald og hætta að bíða eftir samþykki annarra.
Ekki er vitað hvort hún muni koma fram í nýju Karate Kid kvikmyndinni sem kemur út í maí 2025.
Komment