1
Innlent

Matvælastofnun biður fólk að borða ekki hvítlauk

2
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

3
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

4
Innlent

Lætur utanríkisráðuneytið heyra það vegna Möggu Stínu

5
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

6
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

7
Innlent

Óttast aftöku brottvísaðra hjóna frá Íslandi

8
Fólk

Huggulegt einbýli á Hverfisgötu til sölu

9
Innlent

Aðalmeðferð í máli Elds gegn RÚV hafin

10
Heimur

Hundur bjargaði ömmu

Til baka

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar

Vill viðurkenningu frá Karli konungi

Angela
Angela og ViktoríaEr svipur með þeim eða hvað?

Angela Webb-Milinkovich, 47 ára, frá Minnesota í Bandaríkjunum, telur sig og systur sína vera afkomendur ástarsambands Viktoríu drottningar og trúfasts þjóns hennar, John Brown. Hún segist nú ætla að láta framkvæma DNA-próf til að sanna konunglega ætt sína, og að lokamarkmið hennar sé að fá viðurkenningu frá Karli Bretakonungi.

Sagnfræðingurinn Dr. Fern Riddell hefur rannsakað málið í fjögur ár fyrir nýja bók sína Victoria’s Secret og telur að Angela eigi rætur að rekja til barns sem fæðst hafi í laumi á meðan Viktoría var ekkja. Samkvæmt kenningunni hafi Mary Ann, langamma Angelu, í raun verið tíunda barn Viktoríu drottningar og John Brown, en á pappírum sé hún skráð sem barn Hugh, bróður Johns, og konu hans Jessie.

John og Viktoría
John og ViktoríaSögusagnir voru um náið samband þeirra

Angela segir að þetta snúist ekki um peninga, heldur að tryggja að saga fjölskyldunnar fái þá viðurkenningu sem hún á skilið.

„Mitt helsta markmið er að sagan verði viðurkennd, að samband þeirra verði opinberlega viðurkennt og að konungsfjölskyldan hætti að neita því að það hafi átt sér stað,“ segir hún.

Í nýrri heimildarmynd Channel 4 segir Dr. Riddell að Viktoría hefði auðveldlega getað falið meðgöngu á sjöunda áratug 19. aldar, sent barnið með skipi til Nýja-Sjálands til að forðast hneyksli og síðar fengið fjölskylduna heim til Skotlands. Þekkt er að árið 1874 borgaði drottningin fyrir að þau yrðu flutt til Skotlands og síðar, eftir andlát John Brown árið 1883, flutti hún þau nær sér í Windsor.

Fjölskylda Angelu átti í fórum sínum aragrúa muna sem tengjast Brown og drottningunni, þar á meðal skartgripi og hárlokk. Í áratugi höfðu þau grunað að þau væru komin af Viktoríu, en gátu aldrei sannað það. Þegar Dr. Riddell hafði samband varð Angela undrandi.

„Ég trúði fjölskyldusögunni, en við höfðum engin sönnunargögn. Svo þegar hún sendi mér skilaboðin hugsaði ég: „Hvur fjárinn? Getur þetta verið satt“?“

Kenning Riddell styður við ástarsamband sem stóð í nærri 20 ár, og að Viktoría hafi látið fjarlægja Brown úr opinberum sögubókum eftir að sonur hennar, Játvarður VII, tók við krúnunni. Hann lét einnig eyða dagbókum móður sinnar og fjarlægja minnisvarða um John.

Angela segir að hún voni að breska konungsfjölskyldan viðurkenni á endanum söguna, þó það kunni að taka tíma.

„Ég vil að sagan fái að lifa, að fólk viti að þetta var fallegt samband og annað tækifæri til ástar fyrir Viktoríu,“ segir hún.

Hún bíður nú eftir niðurstöðum DNA-prófsins, sem gæti tekið tíma vegna þess hve langt aftur í ættina þarf að rekja. Hún leggur áherslu á að hún sækist ekki eftir auði:

„Fjármál eru það síðasta sem mér dettur í hug. Markmiðið hefur alltaf verið að gefa sögunni sannleikann sem hún á skilið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna
Heimur

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna

Réttarhöld yfir fimm meðlimum tálbeitusamtakanna Pedo Hunting Sweden hefjast á morgun en þeir eru grunaðir um ofbeldis- og skemmdarverk og einn þeirra er grunaður um að hafa tekið upp myndskeið af ungum stúlkum í sturtuklefa án þeirra vitneskju.
Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi
Myndir
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

Blys, málning og brotnar trommur á mótmælunum
Myndir
Innlent

Blys, málning og brotnar trommur á mótmælunum

Logi vill finna næsta Ara Eldjárn
Innlent

Logi vill finna næsta Ara Eldjárn

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

Mótmæltu í húsi utanríkisráðuneytisins
Myndir
Innlent

Mótmæltu í húsi utanríkisráðuneytisins

18 hundsbit í Reykjavík á árinu
Innlent

18 hundsbit í Reykjavík á árinu

Hundur bjargaði ömmu
Myndband
Heimur

Hundur bjargaði ömmu

Óttast aftöku brottvísaðra hjóna frá Íslandi
Innlent

Óttast aftöku brottvísaðra hjóna frá Íslandi

Huggulegt einbýli á Hverfisgötu til sölu
Fólk

Huggulegt einbýli á Hverfisgötu til sölu

Heimur

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna
Heimur

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna

Réttarhöld yfir fimm meðlimum tálbeitusamtakanna Pedo Hunting Sweden hefjast á morgun en þeir eru grunaðir um ofbeldis- og skemmdarverk og einn þeirra er grunaður um að hafa tekið upp myndskeið af ungum stúlkum í sturtuklefa án þeirra vitneskju.
Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

Hundur bjargaði ömmu
Myndband
Heimur

Hundur bjargaði ömmu

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

Loka auglýsingu