
Kristinn R. Guðmundsson læknir er fallinn frá. Hann var 89 ára gamall og greinir Morgunblaðið frá andláti hans.
Kristinn fæddist í Reykjavík þann 15. nóvember árið 1935. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 1955 og hélt í Háskóla Íslands þar sem hann lærði læknisfræði. Hann flutti til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði framhaldsnám og lauk sérfræðiprófi í heila- og taugaskurðlækningum árið 1971.
Hann flutti í kjölfarið aftur til Íslands þar sem hann var heila- og taugaskurðlæknir við Borgarspítalann í 34 ár. Þá gegndi hann lykilhlutverki í stofnun heila- og taugaskurðlækningadeildar Borgarspítala.
Kristinn hlaut gullmerki Rauða kross Íslands árið 1994 og var heiðursfélagi Landssambands sjúkraflutningamanna.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Komment