
Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins síðastliðinn fimmtudag kom fram að Alþingi hefur samþykkt lög um ráðstöfun eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. Með lögunum er tryggt að útboðsferlið verði framkvæmt á hlutlægan, hagkvæman, jafnræðisgrundvöll og með gagnsæi að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á að ferlið í heild sinni njóti trausts almennings og markaðarins.
Á föstudag greindi ráðuneytið frá ráðningu erlendra söluaðila og hefur nú ráðið einnig fjóra innlenda söluaðila til að koma að fyrirhuguðu útboði. Um er að ræða Arctica Finance hf., Arion banka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. Þessir aðilar munu sinna söluhlutverki og taka þátt í undirbúningi útboðsins, sem nú er á lokastigi.
Umsjón útboðsins verður í höndum Barclays Bank Ireland PLC, Citigroup Global Markets Europe AG og Kviku banka hf., líkt og áður hefur verið greint frá. Þessir aðilar munu einnig sinna sölu ásamt því að bera ábyrgð á skipulagningu, heildarumsjón og utanumhaldi tilboðsbóka í tengslum við útboðið.
Komment