
Karlmaður úr Laugardalnum hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir nokkur brot en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var ákærður fyrir nokkur umferðarlagabrot en hann ók of hratt, keyrði undir áhrifum áfengis og amfetamíns og gerði hann allt þetta án þess að hafa gild ökuréttindi.
Þá var hann einnig ákærður fyrir fyrir hylmingu og fíkniefnalagabrot, með því að hafa þriðjudaginn 4. júní 2024 haft í vörslum sínum í Reykjavík svart og grænt Cube hjól, þrátt fyrir að honum hafi verið ljóst að um þýfi væri að ræða og þannig haldið hjólinu ólöglega fyrir eigandanum, en hjólinu var stolið í Reykjavík þann 18. maí 2024 og haft í vörslum sínum 0,43 g af amfetamíni, sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða.
Maðurinn mætti ekki í réttarhöldin og boðaði ekki forföll. Hann hefur áður gerst sekur um svipuð brot.
Hann var að lokum dæmdur í 75 daga skilorðsbundið fangelsi og þarf að greiða 456.798 krónur í sakarkostnað.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment