1
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

2
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

3
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

4
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

5
Innlent

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri

6
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

7
Heimur

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy

8
Innlent

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl

9
Heimur

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum

10
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Til baka

Leyndarmál sem varð að listsýningu

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir heldur sýningu í kynlífstækjabúð systur sinnar

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir
Raffaella Brizuela SigurðardóttirSýning Raffaellu er í verslun Losti.is í Ármúla 23
Mynd: Víkingur

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir er fjölhæf og djörf listakona sem sameinar myndlist, tónlist, leiklist og dans í einlægu og persónulegu sköpunarferli. Í nýjustu sýningu sinni, SKÝRARA, leiðir hún áhorfendur inn í djúpa og sjálfsprottna rannsókn á tilfinningum, skömm, endurheimt og heilun, verkefni sem varð til úr mjög persónulegri reynslu og óvæntri innblástursheimsókn. Sýningin, sem opnaði í samstarfi við Losta.is þann 12 desember, var aldrei hugsuð sem opinber sýning, en þróaðist í öflugt listaverk um þungunarrof, andlega vinnu og þá tengingu sem skapast þegar listin tekur sér eigið líf. Í þessu viðtali deilir Raffaella sögu sinni, ferlinu á bak við verkin og því hvernig sýningin varð að því sem hún er í dag, heillandi, dularfull og djúp manneskjuleg upplifun.

Hver er Raffaella?

„Góð spurning, held það sé ævilöng spurning. En í stuttu orði tel ég mig vera fjöllistakona sem finnst gaman að hafa gaman og fara djúpt inni hlutina! Mér finnst gaman að skapa og best í myndilstarformati, tónlistar, dans eða leiklistarformati“ svarar Raffaella í upphafi viðtals Mannlífs. Hún heldur áfram:

„Já, ég eins og margir listamenn dreymir um, þá væri það draumur að vera vinna við listina 100 prósent af tímanum en það hefur ekki verið raunhæft hingað til. En er ekki partur að vera listrænn að vera svangur fyrir því, það er að segja að vilja og þurfa eiga fyrir því? Það að taka að mér önnur hversdagsleg verk til að borga fyrir lífið sjálft hefur veitt mér þessari löngun enn fremur og það tel ég líka vera list. Að upplifa hversdagsleikann og draga út frá því perlur og gimsteina til að spjalla um og upplifa í lit á striga og hljóði.“

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir
Mynd: Víkingur

Raffaella er fædd í Mexíkó en alin upp í Bandaríkjunum og á Íslandi.

„Ég var fædd í Mexíkó og uppalin á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þegar ég tala þá slétti ég hægri og vinstri eða útskýri í teikningu eins og ég hef oft þurft að gera í Kína þegar ég bjó þar um hríð en það sem skiptir mestu máli er að koma hugmyndum sínum áfram.“

Listakonan segist vera með ansi mörg járn í eldinum en hún er meðal annars að vinna í tónlistaverki og taka þátt í leikverki.

„Fimm ár eru vist ekki það langt fram í tímann en ég er með svo mörg verkefni. Eitt þeirra er að gefa frá mér tónlistaverk sem ég er búin að geyma í flakkaranum hjá mér í meira en 20 ár, sem þurfa líka að fæðast og koma út í heiminn svo hægt sé að hlusta og njóta. Svo hef ég verið að skapa raftónlist með vinum mínum og hlakka til að sjá hvað verður úr því. Ég gaf út fyrir stuttu síðan lag með vini mínum, listamanninum Eyklíður, sem er með listasýningu núna yfir hátíðarnar á Gallery núllinu. Það er lag sem heitir ´tell us more!, og Garðari Jakobssyni, sem hægt er að hlusta á á Spotify eða tidal. En svo hef ég verið að fikta við leiklistina upp á síðkastið og hlakka til að gera meira af því, bæði á sviði og í kvikmyndum. Það er sérstaklega búið að vera mjög gaman að taka þátt í þáttaröðunum Danska konan eftir leikstjórann Benedikt Erlingsson, þar sem hin hæfileikaríka danska stórstjarna, hún Trine Dyrholm er í aðalhlutverki en þættirnir birtast á RÚV frá og með gamlárs deginum. Já margt gott fram undan og allavega nóg að gera!“

Sýningin Skýrara

Sýning Raffaellu, sem opnaði þann 12. desember og verður sýnd út janúar og jafnvel lengur, átti í upphafi aðeins að vera eitt verk sem enginn átti að fá að sjá.

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir
Mynd: Víkingur

„Já sýningin er svolítið skemmtileg því þetta átti bara að vera eitt verk sem ég hefði gert bara fyrir mig og ekki fyrir aðra að sjá. Mér fannst þetta of persónulegt og prívat einkaupplýsingar og jafnvel taboo að tjá mig um fóstureyðingu. Eftir mörg ár ákvað ég að það var kominn tími til að vinna úr tilfinningum sem höfðu verið þar grafin og ákvað að horfast í augu við þessa upplifun sem þar að leiðandi hefur kennt mér svo margt.“

Bætir Raffaella við:

„Þetta átti í upphafi ekki átt að enda í einhverri sýningu og hvað þá í kynlifsbúð.“

Einn morgunin vaknaði síðan Raffaella með skrítna kúlu í maganum.

„Einn morguninn vaknaði ég með skrítna kúlu í maganum og fór að kanna hvað það gæti verið. Það kom svo í ljós að þetta væri eitthvað sem kallast Fibroid Myoma, og algengt þegar það er mikið af hormónabreytingum og ég fór strax að finna lausnir. En ég hef alltaf trúað á því að það sem gerist fyrir þig líkamlega á sér uppruna í tilfinninga og andlega veruleikaheiminum fyrst. Og líkaminn er í raun og veru bara að reyna að eiga spjall við þig um eitthvað sem þú vilt oft ekki skoða því það getur verið erfitt að líta inn í eigin garð en svo vaxa illgresi og þá verður maður að fara grafa í rætur og taka til og ég var komin þangað. Ég hafði verið í fallegu en erfiðu sambandi fyrir mörgum árum síðan en það sem varð loksins til að slíta sambandinu var erfið fóstureyðing sem átti sér stað. Á þessum tíma vildi ég ekki segja neinum frá því, því mér fannst það svo vandræðalegt að vera 36 ára og vilja ekki ganga með barni, aldur sem flestar konur væru að hoppa í seinustu lestina að móður og fjölskyldu lífinu, en ég treysti mér ekki til þess þar sem sambandið var ekki á öruggum stað. Samt var ég með samviskubit fyrir sálinni sem varð til í getnaði trúði ég en slíkt er mikið tabú innan trúfélagsins sem ég tilheyrði. Ég fór smátt og smátt í þessa andlega vinnu, og nýtti mér allskonar tæki, tól og þerapíur um víðan völl sem leiddu til þess að ég fór djúpt inn í allskonar tilfinningar sem fóru að grafa sig upp, ég fann til dæmis fyrir mikilli trúarlegri og samfélagslegri skömm, en því lengra sem ég fór inn á við fór að blasa við mikil ást og auðmýkt og samkennd fyrir sjálfri mér og fóstrinu.“

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir
Mynd: Víkingur

Segir Raffaella að í einni af meðferðum hennar hafi það komið upp úr krafsinu að hún þyrfti að heiðra hið litla fóstur og gefa því skjól.

„Í einum af þerapíunum kom í ljós að ég þyrfti að tileinka og heiðra þetta litla fóstur og gefa því skjól. Það sem kom í ljós var að það vildi vera heiðrað á listrænan hátt og í þessu tilfelli vildi það sitt eigið málverk. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gert það án þess að fólk vissi hvað þetta væri bara svona til að halda þessu leyndu fyrir mig. Ég var greinilega ekki búin að vinna úr því og mig vantaði meiri aðstoð en þá leitaði ég til lítilla álfasveppa, og í þeirri ferð fór ég út að pissa um miðja nótt og þar sá ég ský, ský sem leit út eins og fullkomlega formað ungabarn. Þegar barnið opnaði munninn sá ég að ljós geislaði í gegn, eins og það vildi segja mér eitthvað, og fyrstu tunglstafirnir fóru að skína í gegn, þangað til að barnið verpti frá sér öllu tunglinu. Ég vissi þá að hann sagði mér margt og ég lofaði að vera opin og taka á móti skilaboðum hans. Þetta var svo máttug upplifum sem lifir enn svo sterkt innra með mér og ég fann kjarkinn sem ég þurfti til að hefja þessa blessuðu mynd. En svo bjóst ég ekki við að mála fleiri og fleiri málverk sem sögðu mismunandi sögur sem litla fóstrið vildi tjá sig um. Kannski er ég er orðin eins konar fósturhvíslari og fór að velta því fyrir mér hvort það væri ekki bara það sem skýjabarnið vildi tjá sig í gegnum tunglsjósið.“

Leyndarmál sem varð að sýningu

Raffaella segist hafa fundið fyrir miklum innblástri þegar hún fór að sýna fólki vinnu sína heima í sveitinni hjá vini hennar.

„Ég fann fyrir miklum innblástri þegar ég fór að leyfa fólki að sjá mig mála þessi mjög prívat verk út í sveit hjá vini mínum Halla sem kom með hugmyndina á nafni sýningarinnar SKÝRARA. Ég fór að taka eftir hvað það hafði mikil heilunaráhrif á þá sem að sáu þessi verk og sérstaklega frá karlmönnum sem ég bjóst engan veginn við, þeir komu bara og föðmuðu og sögðu takk, sumir þurrkuðu tár og fóru svo. Stelpurnar horfðu lengi á og fóru smám saman að tala í táknum og á dularfullu máli um þeirra eigin, einskonar innra samtal með sjálfum sér upphátt. Ég var svo gáttuð og auðmjúk, hélt þetta væri bara mitt að bera eða konuvandamál, minn líkami, mitt val dæmi, en að sjálfsögðu var þetta miklu flóknara en það, hvernig gat ég séð þetta svo lítið?“

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir
Mynd: Víkingur

Segist listakonan á þessum tímapunkti hafa áttað sig á að verkið væri orðið of stórt til að geta verið leyndarmál og fór því að vinna fleiri verk.

„Þetta verk var orðið stærra en ég og gat ekki lengur verið leyndarmál, þegar ég sá að aðrir voru að finna fyrir mikilli losun við sjá verkin. Ég kláraði verkin hér í nýju og spennandi stúdíórými sem við köllum Cocoon studio þar sem fleiri listamenn vinna saman. Þrettán verk verk byrjuðu að staflast upp inn í stofu hjá mér, þegar systir mín eftir matarboð segir „Nú þarftu að fara drífa þig og hafa sýningu í versluninni minni“. „Ha! Í kynlífssbúðinni þinni?“ spurði Raffaella steinhissa.

Og þannig kviknaði sem sagt hugmyndin um að halda sýninguna í samstarfi við Losta.is sem systir hennar rekur í Ármúlanum.

„Já systir mín er stoltur eigandi Losta.is, sem er kynlífsbúð í nýju og glæsilegu rými í Ármúla 23 og henni fannst viðfangsefnið svo flott og áhugavert og vildi eins og skýjið varpa ljósi á mikilvægi þess og sýna stuðningi með því að halda sýninguna hjá sér og sagði „Af hverju ekki? Þetta er partur af kynlífinu og partur af hringrás lífsins og mikilvægt að heila það“. „Auðvitað“ hugsaði ég, þetta er partur af því sem að getur gerst þegar kynlíf er stundað og þegar það gerist á það ekki að hafa skömm í för með sér. Ég hugsaði „Vá, hún er ekkert smá hugrökk og djörf að halda þetta hjá sér og ég er svo stolt af litlu systur minni fyrir að vilja halda utan um þessi fóstur og gefa þeim fallegan stað til að segja sögu sína.“

Raffaella heldur áfram:

„SKÝRARA bendir á súrrealískan hátt á sögur sínar um samúð, hjartnæmni og andlega þróun okkar tengd fósturmissi, vöggudauða eða ungabörnum sem deyja innan fyrsta árs og meira að segja fór þetta að myndast sem fullorðin fóstur þegar ég fór að finna fyrir fólki sem eru ættleidd sem einskonar fósturmissi, þar liggja sterkar höfnunartilfinningar og geta farið svo djúpt inn í innsæi hvers og eins. Þetta var ekki lengur prívat mál, þetta voru opinber skjöl sem við öll getum heilað okkar missi. Um þetta snýst samstarfið, að vinna saman sem samfélag og heila okkur sem heild.“

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir
Mynd: Víkingur

Raffaella segir það sama gilda um sýninguna og að ala upp barn, það taki heilt samfélag að gera það vel.

„Það tekur heilt samfélag að láta barn vaxa og dafna og það sama á við um þessa sýningu þar sem það tók fleiri listamenn og meðlimi listasamfélagsins Cocoon sem ég tilheyri og vini þeirra að taka þátt í að halda utan um þessa sýningu á marga vegu. Logi Hrafn Kristjánsson tók þátt í myndlistarsköpun tveggja verka minna sem hanga í sýningunni. Að auki voru hljóðverk gerð fyrir rýmið, Eins og legið heldur og nærir fóstrið, þá heldur hljóðmyndin utan um sýninguna á undraverðan hátt. Það býr til notarlega, andlega og dularfulla tilfinningu þegar horft er á verkin og myndar persónulega tengingu við hvert verk. En tónlistarmennirnir á bak við hljóðverkin eru þeir Leifur Eiriksson, Guðmundur Bender, Jón Orri Sigurðsson, Garðar Jakobsson, Sveinn Helgi Halldórsson og Róbert Mikael. Þeir lögðu sig svo vel fram og höfðu frjálsa sköpun til að ímynda sér og setja sig í spor þessarar undrunar að bera og skapa og upplifa lífið sem legið gefur um stutta stund og skoða djúpt inn í þann veruleika og þær tilfinningar frá öllum aðilum, frá fóstrinu, móðurinni, föðurnum og samfélaginu og kósmóinu sem heild.“

Fullt út úr dyrum á opnuninni

Að sögn Raffellu tók Losti vel á móti gestum sínum með veitingum þann 12. desember síðastliðinn, á opnunardegi sýningarinnar. Fullt hús var á opnuninni en DJ Inni Kisa „náði að tengja þessara fallegu andlegu sýningu Skýrara og kynlífstækjabúðina Losta saman á svo skemmtilegan hátt,“ samkvæmt Raffaellu. Bætti hún við: „Það vakti mikla gleði og fögnuð að tengja ólík konsept svona vel saman. Losti og rýmið náði með hörðum höndum að fæða SKÝRARA út í samfélagið yfir jólahátíðarnar.“

Raffaella hvetur alla til að kíkja á sýninguna í Losta í Ármúla 23 en sýningin verður fram að áramótum. Listakonan sjálf verður á staðnum til að taka á móti gestum og ræða verkin á milli 16-18 alla virka daga og laugardaga frá 13-16, meðan búið er opin. Hún mun svo uppfæra dagatalið á opnunartímana á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, svo hægt sé að fylgjast með ef eitthvað breytist.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann
Innlent

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum
Myndir
Heimur

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí
Heimur

Barn á sjúkrahúsi eftir drukknunarslys við hótel á Kanarí

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku
Innlent

Íslensk fjölskylda í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl
Innlent

Réðst á mann við fótboltavöll og stal bíl

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy
Heimur

Ískaldar játningar raðmorðingjans Joanne Dennehy

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri
Innlent

Tvær konur og tveir karlar vilja verða ríkislögreglustjóri

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi
Innlent

Þrír menn í haldi eftir viðamikla lögregluaðgerð í Laugarneshverfi

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu
Viðtal
Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu

Raffaella Brizuela Sigurðardóttir heldur sýningu í kynlífstækjabúð systur sinnar
„Amma er geitin í eldhúsinu“
Viðtal
Menning

„Amma er geitin í eldhúsinu“

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp
Menning

Stebbi Hilmars segir að það megi lyfta sér upp

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni
Myndir
Menning

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi
Myndband
Menning

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi

Loka auglýsingu