
Rapparinn Lil Nas X hefur upplýst að hann sé að kljást við heilsufarsvanda sem hefur haft þau áhrif að hann hefur misst hreyfigetu í hægri hlið andlitsins.
Í myndbandi sem hann birti á Instagram í gær, og tekið var upp á sjúkrahúsrúmi, sýndi hann hvernig hann getur aðeins hreyft vinstri hlið munnsins þegar hann brosir – hægri hliðin helst kyrr.
Þrátt fyrir ástandið virðist Lil Nas X taka þessu með miklu jafnaðargeði og húmor. Hann hló að sjálfum sér í myndbandinu og sagði: „Bro, ég get ekki einu sinni hlegið almennilega. Hvað í fjandanum? Guð minn góður.“
Hann hélt áfram að gera grín að sjálfum sér í Instagram Story og birti nærmynd af sér þar sem hann hló og sagði: „Við erum eðlileg hérna,“ sagði hann og meinti hægra megin í andlitinu. „Við erum klikk hérna,“ sagði Nas og átti við vinstri hlið andlitsins og skellti upp úr.
Hann hefur þó ekki gefið upp hvað veldur lömuninni, en fullvissaði aðdáendur sína um að hann yrði allt í lagi og bað þá að vera ekki leiðir vegna hans. „Ekki vera leið, hristið rassinn fyrir mig í staðinn!“ skrifaði hann og bætti við:
„Ég mun líta pínu skringilega út í smá stund, en það er allt og sumt 😭😭.“
Fjölmargir frægir einstaklingar hafa sent honum hlý orð og óskir um bata, þar á meðal leikkonurnar Taraji P. Henson, Wanda Sykes og Niecy Nash.
Þó að þetta sé vissulega alvarlegt ástand, þá er hvetjandi að sjá Lil Nas X viðhalda jákvæðu hugarfari.
Komment