Samfélagsmiðlastjarnan og bakarinn Linda Benediktsdóttir, betur þekkt sem Linda Ben, hefur tilkynnt það að hún muni semja allar uppskriftir fyrir Kökubækling Nóa Síríus í ár.
„It’s a wrap!“ skrifaði Linda í færslu á samfélagsmiðlum. „Fékk þann heiður að semja uppskriftirnar og mynda allar myndir í ár fyrir Kökubækling Nóa Síríus.“
Þetta er þó ekki í fyrsta eða annað skipti sem Linda fær þennan heiður en Linda hefur verið dásömuð fyrir kökur sínar í mörg ár og árið 2020 gaf hún út bókina Kökur, sem seldist í bílförmum.
„Gríðarlega mikil og svo skemmtileg vinna að baki sem ég er svo þakklát fyrir. Get hreinlega ekki beðið eftir að þið fáið að sjá útkomuna í haust en þangað til fáiði smá behind the scenes skot,“ skrifaði Linda að lokum og birti nokkrar myndir með. Óhætt er að segja þarna sé gómsætar kökur á ferðinni.






Komment