Söngkonan Lizzo ákvað að byrja árið að birta mynd af sér í bikiní en hún hefur á undanförnum árum rætt mikið um þyngd sína.
Söngkonan, sem sló í gegn árið 2019, opnaði sig á síðasta ári um hennar markmið varðandi heilsuna. Hún lét hafa eftir sér í viðtali að hún hefði losað sig við 16% af líkamsfitu og sagðist hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum áður en hún ákvað að taka til í heilsunni.
Óhætt er að segja að aðdáendur hennar hafi tekið vel í myndina en henni er sýndur mikill stuðningur í athugasemdakerfi Instagram, þar sem hún birti myndina.
Þá var hún einnig sökuð á síðasta ári af fyrrverandi starfsmönnum að hafa kynferðislega áreitt þá en starfsmennirnir drógu ásakanir sínar til baka í desember.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg
Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.


Komment