1
Innlent

Unnar Már starfaði fyrir öryggisfyrirtæki Lúðvíks

2
Minning

Anna Vilhjálmsdóttir er látin

3
Fólk

Salka Sól opnar sig um baráttu sína við ADHD

4
Minning

Hrafn Bragason er fallinn frá

5
Menning

Trú veðbanka á VÆB eykst

6
Heimur

Kona í Grikklandi látin eftir að hennar eigin sprengja sprakk

7
Innlent

Lögreglan handtók ölvaðan mann sem sigldi báti í annan bát

8
Heimur

Flugvél nauðlenti á golfvelli í Los Angeles

9
Menning

Íslenski hópurinn gistir á fjögurra stjörnu hóteli í Basel

10
Heimur

14 börn handtekin í Bretlandi vegna manndráps

Til baka

Lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á stórtónleikum Lady Gaga

Illa hefði geta farið fyrir tónleikagestum í Brasilíu

Lady Gaga tónleikar
Lady Gaga hélt eina fjölmennstu tónleika sögunnarAðdáendur hennar í Brasillíu voru glaðir og sungu með
Mynd: TERCIO TEIXEIRA/AFP

Lögreglan í Brasilíu greindi frá því í dag að hún hefði handtekið tvo einstaklinga í tengslum við áætlun um framkvæmda sprengjuárás á fjölmennum tónleikum Lady Gaga í Rio de Janeiro.

Lögreglan í Rio sagði að „í samstarfi við dómsmálaráðuneytið“ hefði henni tekist að „koma í veg fyrir sprengjuárás sem átti að eiga sér stað á tónleikum Lady Gaga í Copacabana“ sem áttu sér stað í gær.

Á samfélagsmiðlinum Twitter sagði lögreglan í Rio að hún hefði handtekið fullorðinn einstakling sem var „ábyrgur fyrir áætluninni“ auk unglings, í aðgerð sem bar nafnið „Fake Monster“ sem er vísun í gælunafn bandarísku söngkonunnar fyrir aðdáendur sína. Það nafn mun vera „Little Monsters.“

Lögreglan sagði að hópurinn hefði reynt að fá fólk með sér á netinu til að „framkvæma árásir með sprengiefnum og Molotov-kokteilum“ sem hluta af „sameiginlegri áskorun með það að markmiði að öðlast frægð á samfélagsmiðlum.“

Lögreglan bætti við að hópurinn sem stóð að áætluninni „dreifði hatursorðræðu,“ á netinu. Hún framkvæmdi húsleitir víðs vegar um ríkið Rio de Janeiro vegna málsins og einnig í ríkjunum São Paulo, Rio Grande do Sul og Mato Grosso.

Tónleikar Lady Gaga voru aðrir fjölmennu tónleikarnir á Copacabana-ströndinni á síðustu 12 mánuðum, eftir stóra tónleika Madonna á síðasta ári.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Bella_Ramsey_and_Pedro_Pascal_at_SXSW_2025_02_(cropped)
Fólk

Stórleikarinn Pedro Pascal á Íslandi

drengur gatehead
Heimur

14 börn handtekin í Bretlandi vegna manndráps

RV-10_inflight
Heimur

Flugmaður, farþegi og hundur létust í flugslysi í Kaliforníu

VÆB æfing eurovision 2025
Menning

Íslenski hópurinn gistir á fjögurra stjörnu hóteli í Basel

Salka Sól
Fólk

Salka Sól opnar sig um baráttu sína við ADHD

Kerti
Minning

Hrafn Bragason er fallinn frá

loggan-696x385
Innlent

Illskeyttur og áfengisdauður djammari handtekinn