
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi skellt sér í langa „ferð um Norðausturland“ og segir um slíkt ferðalag að þá sé það „sitthvað sem maður tekur eftir.“
Egill nefnir vegi:
„Vegir á svæðinu eru yfirleitt frekar góðir. Verða ekki fyrir svo miklu sliti vegna þungaflutninga, geri ég ráð fyrir.“
Egill segir að hann hafi „upplifað það á ferðum mínum vítt og breitt um landið í sumar að hraðinn í umferðinni er býsna hár - einum of myndi ég telja.“
Að mati Egils er fremur lítið um löggæslu á vegum úti:
„Maður verður mjög lítið var við löggæslu á vegum. Verst þykir mér hvað er algengt að ökumenn taki fram úr mörgum bílum í einu, jafnvel heilli bílalest. Nánast eins og það þyki töff. Skapar oft verulega hættu. Og svo eru margir sem nota ekki stefnuljós við framúrakstur“ og það finnst Agli vera hreinn „bjánaskapur.“
Komment