
Libby Adame hefur verið dæmd í 15 ára fangelsi fyrir að hafa myrt leikkonuna Cindyana Santangelo.
Hún var fundin sek í síðasta mánuði og refsing hennar hefur nú verið ákveðin en Adame hafði stundað lýtalækningar án leyfis árum saman. Við krufningu á Santagelo var komist að þeirri niðurstöðu að leikkonan hefði látist eftir að Adame sprautaði leikkonuna með sílikoni. Santangelo var 58 ára þegar hún lést.
Hún var ágætlega þekkt í Hollywood en hún hafði meðal annars leikið í þáttunum á borð við ER, CSI: Miami, Married… With Children og kvikmyndinni Hollywood Homicide með Harrison Ford. Þá lék hún í fjölda tónlistarmyndbanda.
Adame hafði verið á skilorði síðan árið 2019 en þá hafði hún sprautað 26 ára konu í rassinn en konan lést í kjölfarið. Hún hefur verið þekkt í Bandaríkjunum sem „Rassakonan“ vinnu sinnar vegna.
Fjölskylda Santangelo sagði að Adame hafi valdið miklum skaða í lífi þeirra allra.

Komment