
Nasistar sjást í nýfundnu myndbandi neyða þýskan fjárhund til þess að reykja pípu eftir að hafa sett á hann gleraugu og litríkan veisluhatt.
Hið átakanlega myndefni, sem tekið var á hóteli í hernumdu Hollandi, sýnir hermenn ásamt meðlimum hinnar illræmdu SS-sveitar skemmta sér á kostnað hundsins.
Ryðgað gamalt box sem innihélt filmuna var afhent yfirvöldum nafnlaust.
Rannsakendur sem hafa skoðað upptökuna segja hana afar sjaldgæfa, þar sem flest myndefni sem sýnir samvinnu Hollendinga við nasistana var eytt eftir lok seinni heimsstyrjaldar.
Yfirvöld reyna enn að bera kennsl á nasistana sem sjást í hinu átta mínútna myndbandi, sem talið er tekið síðla árs 1941 eða snemma árs 1942.
Talið er að hundurinn hafi verið lukkudýr herliðsins sem mennirnir tilheyrðu.
Harco Gijsbers, frá NIOD-stofnuninni um stríð, helför og þjóðarmorð í Amsterdam, sagði að hann hefði aldrei séð neitt þessu líkt á allri starfsævi sinni.
Upptakan var tekin á fyrrum Proot-hótelinu í Alkmaar, norðan við Amsterdam. Í dag stendur fataverslun á þeim stað.
Jesse van Dijl hjá svæðisskjalasafninu segir að samvinna við Þjóðverja hafi ekki verið óalgeng á þeim tíma. Hann sagði: „Fyrir marga var þetta leið til að komast í gegnum erfiða tíma. Slíkt myndefni, þar sem Hollendingar sjást skemmta sér með Þjóðverjum, var auðvitað brennt í stórum stíl eftir frelsunina. Upptökurnar gátu verið notaðar sem sönnunargögn gegn þeim Hollendingum sem þar komu fram. Ljósmyndir af svipuðum aðstæðum eru ekki einstakar, en hreyfimyndir eru það.“
Van Dijl útskýrði að filmurnar hefðu verið hluti af stærri eign sem konan sem gaf þær hafði erft. „Hún hafði ekki tök á að horfa á efnið og hafði því enga hugmynd um hvað var á því,“ sagði hann.
Hótelið hýsti reglulega fundi nasista, og Anton Mussert, leiðtogi NSB (hollensku Þjóðfylkingarinnar), borðaði þar.
Þar voru einnig haldnar kvöldvökur með kvikmyndasýningum.
Gijsbers sagði: „Eigandinn var nokkuð Þýskalandshollur.“
Ættingjar fyrrverandi hoteleigandans hafa einnig séð upptökurnar. Van Dijl sagði: „Þeim fannst það sársaukafullt og átakanlegt. Þau hafa þekkt afa sinn, sem fékk þungan dóm eftir stríðið, sem góðhjartan mann. En þau viðurkenna líka að þetta myndefni sé sögulega mikilvægt.“
Myndbandið hefst á hersýningu áður en það klippist yfir í líflegar senur inni á hótelinu.
Tilraun var gerð til að að nota varalestur til að ráða í samtöl í upptökunni, en „því miður skilaði það engum árangri,“ sagði van Dijl.
Hann bætti við: „Við vonum að finna einhvern sem getur hjálpað okkur.“

Komment