
Fjórir gistu fangaklefa lögreglu í nótt33 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Víkingur
Lögregla hafði í ýmsu að snúast í nótt og í gærkvöldi, meðal annars vegna gruns um akstur undir áhrifum og alvarlegs atviks í miðbænum.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða beggja. Í einu tilviki var ökumaður einnig án gildra ökuréttinda. Í öllum tilvikum voru ökumenn látnir lausir að lokinni sýnatöku, en málin eru til frekari rannsóknar.
Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem sveiflaði hníf inni í húsi í miðbænum. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður vegna ástands síns. Ekki er vitað til þess að hann hafi valdið öðrum líkamstjóni.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment