Ásbyrgi í Mosfellsbæ hefur verið sett á sölu en þar á ferðinni einstakt einbýli á fallegum stað.
Ásbyrgi er í miðri náttúruparadís en um leið er stutt í alla þjónustu. Þar er göngustígur meðfram Varmá sem rennur meðfram húsinu og sést út um glugga hússins.
Fallegar göngu- og hlaupaleiðir eru á svæðinu, fjöllin í kring og fleiri útivistarsvæði: Hafravatn, Hádegisfell, Úlfarsfell, Reykjafell og Helgafell allt í göngufjarlægð sem og Skammidalur, einstakt svæði fyrir útivistarfólk. Afskaplega rólegt og fjölskylduvænt svæði. Húsið er innst í botnlanga sem er með merktum einkavegi og því engin bílaumferð.
Lóðin sjálf er næstum því 1100 fm að stærð. Óskað er eftir tilboðum.










Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment