1
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

2
Innlent

Lætur „bjána“ og „fávita“ heyra það

3
Innlent

Ferðamaður kýldur í andlitið við biðstöð á Snorrabraut

4
Innlent

Landsliðsmarkmaður selur snotra íbúð í Kópavogi

5
Fólk

Silfurrefurinn kveður

6
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

7
Heimur

Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust

8
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

9
Innlent

Leikkona blessar landsmenn í Fossvogi

10
Heimur

Tvítugi neminn finnst ekki enn

Til baka

Óskar fundinn eftir að hafa verið týndur í fimm ár

„Tilfinningaþrungin stund og yndisleg“ þegar hann kom aftur heim.

Óskar/Kölski.
Ljósmynd: Facebook
Kötturinn KölskiHét Óskar í fyrra lífi.

Kötturinn Óskar er kominn í faðm fjölskyldu sinnar eftir að hafa verið týndur síðastliðinn fimm ár.

Sjálfboðaliðasamtökin Villkettir á Suðurlandi sagði frá þeim gleðifréttum í gær að köttur sem samtökin höfðu fundið í fyrra og nefnt Kölska, hafi reynst vera kötturinn Óskar, sem týndist árið 2020. Fjölskylda hans hafði leitað hans stanslaust á sínum tíma án árangur og töldu hann dauðann.

Fallegur er hann.Ljósmynd: Facebook
Fallegur er hann.Ljósmynd: Facebook

Þegar samtökin auglýstu eftir nýjum eiganda fyrir Kölska fengu þau tölvupóst frá fyrri eiganda kattarins sem þekkti hann af veiðihárunum og sérstökum tám. „Það var tilfinningaþrungin stund og yndisleg þegar hann hitti fólkið sitt og fékk að fara heim,“ segir í tilkynningu Villikatta Suðurlandi á Facebook.

Hér má lesa hina fallegu fréttatilkynningu samtakanna:

„Ein gleðifrétt af Suðurlandi – þið sem hafið týnt kisunum ykkar. Það er alltaf von, segjum við oft. Í september 2024 náðum við kisu á Hellu sem við gáfum það fallega nafn Kölski. Hann virkaði sem ansi mikill villingur á okkur. Í gær auglýstum við loksins eftir nýju heimili fyrir hann. Enda tekið stórstígum framförum undanfarið og sýnt allar sínar fegurstu hliðar. Í dag fengum við, okkur að óvörum, póst frá fyrri eiganda. Kölski eða Óskar eins og hann hét áður hafði týnst árið 2020 og var búið að leita stanslaust að honum án árangurs. Hann var talinn af.

Hann þekktist á fallegu veiðihárunum sínum og sérstökum tásum og samanburður á myndum leyndu því ekki að þetta var Óskar.

Það var tilfinningaþrungin stund og yndisleg þegar hann hitti fólkið sitt og fékk að fara heim.

Elsku Kölski þetta gladdi okkur svo mikið. Myndirnar sýna hvernig hann var þegar við fundum hann og önnur sem sýnir hvað hann er orðinn mikið virðulegur og flottur og mikill kelikarl.“


c1d8b7c79543007237d92420fc836467a68640b3
Innlent

Þetta er hinn íslenski kafbátur

Kerti
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

Grindavik111
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Ný varnarstefna: Íslendingar fá sér kafbát

Wheesung var tónlistarmaður
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

VÆB
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra
Pólitík

Strandveiðifrumvarp nær ekki í gegn fyrir sumar