Eins og í mörgum stórum starfsgreinum veitir klámmyndaiðnaðurinn fólki verðlaun sem er í þeim bransa. Þekktustu verðlaun þess iðnaðar eru án efa AVN-verðlaunin eftirsóttu en þau eru stundum kölluð Óskarsverðlaun klámmyndaleikara. Þau voru afhent um síðustu helgi í Las Vegas en þau hafa verið veitt síðan árið 1984.
Vince Karter og Jennifer White munu seint gleyma deginum en þau unnu aðalverðlaunin á hátíðinni. Karter var kosinn besta karlkyns klámstjarnan og White vann kvennamegin. Þá vann Aubrey Kate verðlaun sem besta trans stjarnan.

Af öðrum stórum verðlaunum þá vann Ricky Greenwood verðlaun sem besti leikstjórinn, Valentina Nappi vann sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir Shamanologist og Tommy Pistol vann verðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Mr. Sicko and the Little Lady. Lexi Luna fékk svo verðlaun sem „MILF“-stjarna ársins. Cheerleader Kait og Axel Haze fengu svo verðlaun sem bestu nýliðar ársins 2025.

Komment