
Líffræðingurinn og fyrrum ráðherrann Össu Skarphéðinsson fór af landi brott í morgun með bros á vör en ástæðan er sú að bílstjórinn sem keyrði farþegum að flugvélinni, var svo hress og kátur.
Össur, sem er þekktur fyrir lipran frásagnarstíl, skrifaði Facebook-færslu í morgun þar sem hann segir frá skemmtilegum rútubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þannig er mál með vexti að ráðherrann fyrrverandi var á leið til útlanda og fékk far með rútu að flugvélinni. Bílstjóri rútunnar var að sögn Össurar bæði hjálpsamur og söngelskur, sem varð til þess að farþegarnir fóru í flugvélina skælbrosandi. Segir hann að lokum að þetta heiti að „byrja daginn með gleði.“
„Maður gleðst alltaf yfir hinu óvænta - og skemmtilega. Á leið til útlanda í morgun var bílstjóri sem ók okkur farþegum á rútu út í Icelandair vélina. Fyrir utan að vera sérlega snöfurmannlegur og hjálpsamur söng hann við raust og reytti af sér sniðugheit. Í rútunni voru að lokum allir hlægjandi eða brosandi. Að lokum söng hann "You are my sunshine" - breiddi svo út faðminn og hrópaði: "I love you all!" - Þetta heitir að byrja daginn með gleði sem er einmitt mantran á Vestó...“
Komment