
Öryggissveitir Ísraels skaut í gær tvo Palestínumenn í Jenin á Vesturbakkanum sem virtust vera óvopnaðir og í uppgjafarstellingu, samkvæmt myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Palestine TV.
Í myndbandinu sést hvernig mennirnir yfirgefa byggingu, lyfta upp fötum sínum til að sýna að þeir væru óvopnaðir og leggjast á jörðina í augljósri uppgjöf. Hermennirnir virðast síðan beina þeim aftur inn í bygginguna áður en skotum var hleypt af á stuttu færi.
Fréttamaður Reuters sem var á staðnum sagði að mennirnir hafi virst gefast upp við brottförina úr byggingunni og að hann heyrði síðan skothljóð. Síðar sá hann ísraelska hermenn standa við lík sem virtist vera líflaust.
Heilbrigðismálaráðuneyti Palestínu staðfesti að tveir menn létust í skotárásinni og greindi þá sem Montasir Abdullah, 26 ára, og Yusuf Asasa, 37 ára.
Ísraelski herinn og lögreglan gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kemur að rannsókn hafi verið hafin vegna skothvellsins, en engin skýring var gefin á því hvers vegna hermennirnir hófu skothríðina né hvers vegna mennirnir hefðu verið vísað aftur inn í bygginguna eftir að hafa lagst á jörðina.
Kamal Abu al-Rub, ríkisstjóri Jenin, sakaði í samtali við fjölmiðla Ísraelsher um að hafa framið „kaldrifjaða aftöku“ á tveimur ungum mönnum sem hann sagði óvopnaða og hafa gefist upp. Hann sagði að þeir sem skutu ættu að sæta ábyrgð, en sagðist efa að ísraelsk yfirvöld myndu framkvæma raunverulega rannsókn.
Í yfirlýsingu hersins og lögreglu segir að aðgerðin hafi verið framkvæmd til að handtaka einstaklinga sem voru grunaðir um „vígamennsku, þar á meðal sprengju- og skotárásir á öryggissveitir“. Mennirnir tveir sem voru skotnir voru taldir tengdir „vígahópi á svæðinu við Jenin“, en ekki var tilgreint hvað þeir áttu að hafa gert né voru lögð fram gögn um tengsl þeirra við slíka hópa.
Samkvæmt hernum og lögreglunni var byggingin umlukin af öryggissveitum áður en „uppgjafarferli“ hófst sem stóð í nokkrar klukkustundir. „Eftir að þeir yfirgáfu bygginguna var skotum beint að grunuðu mönnunum,“ sagði í yfirlýsingunni. Skothríðin er nú til skoðunar hjá yfirmönnum á vettvangi og verður send til viðeigandi fagstofnana.
Itamar Ben-Gvir, þjóðernisöfgamaður og ráðherra öryggismála Ísraels, gaf síðar út yfirlýsingu þar sem hann lýsti „fullu stuðningi“ við herinn og lögreglusveitina sem tók þátt í skothríðinni. „Hermennirnir gerðu nákvæmlega það sem vænst var af þeim, vígamenn eiga að deyja!“ skrifaði hann á X.
Árásin í Jenin er hluti af margra mánaða hernaðsaðgerðum Ísraels á norðurhluta Vesturbakkans. Á miðvikudag hófust aðgerðir í nálgrannaborginni Tubas.
Hamas, palestínsku vígasamtökin sem gerðu vopnahlé við Ísrael á Gaza í síðasta mánuði, fordæmdu drápin í Jenin sem „aftöku“ og hvöttu alþjóðasamfélagið til að bregðast við og stöðva, eins og þau kölluðu það, „vaxandi útfærslu aftaka“ Ísraels. Þau gerðu ekki tilkall til þess að mennirnir tilheyrðu samtökunum.
Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndskeiðið en viðkvæmir eru varaði við myndefninu.

Komment