
Penninn ehf. hefur starfrækt verslun Pennans Eymundsson að Laugavegi 77 frá árinu 2014. Á morgun, föstudaginn 9. maí, verður skellt í lás klukkan 18, fyrir fullt og allt en greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
„Leigusamningurinn er runninn út og það stendur til að breyta efri hæðum hússins í íbúðir,“ segir Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans ehf. „Við treystum okkur ekki til að reka verslunina meðan á framkvæmdum stendur. Við erum að opna stærri og glæsilegri verslun á Selfossi á næstu vikum. Búðin á Selfossi verður 350 fermetrar í nýju húsi við Larsenstræti sem er afar öflugt verslunarsvæði.“
Þá hafa verslanir Pennans Eymundsson við Skólavörðustíg og í Austurstræti verið endurskipulagðar þar sem barnabókum og leikföngum er nú gert hærra undir höfði.
Komment