
Nú liggur fyrir að Play Europe, dótturfélag Fly Play, hefur fengið flugrekstrarleyfi á Möltu en greint er frá því fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Segir þar að stofnun Play Europe sé hluti af endurskipulagningu Fly Play.
Play Europe hefur gert samning við flugrekanda í Austur-Evrópu um að leigja þrjár vélar sem allar verða skráðar á maltneska flugrekstrarleyfið. Starfsemi þess verður fyrir utan Íslands og mun vörumerki Play ekki spila neinn þátt í starfseminni.
Samkvæmt tilkynningunni mun útleiga vélanna skila arðsemi og geri reksturinn stöðugri.
„Viðtaka maltneska flugrekstrarleyfisins í dag, töluvert á undan áætlun, er afrakstur þrotlausrar vinnu sem samstarfsfólk mitt hefur unnið af hendi af einstakri fagmennsku undanfarna mánuði og við erum því afar stolt á þessum tímamótum,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í tilkynningunni.
Komment