1
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

2
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

3
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

4
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

5
Heimur

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum

6
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

7
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

8
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

9
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

10
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

Til baka

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

„Lækningin við einmanaleika er samfélag“

Ragga nagli
Ragnhildur ÞórðardóttirViðtal við Röggu nagla er í nýjasta tölublaði Vikunnar
Mynd: Sunna Gautadóttir

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, segir einmanaleika vera eitt alvarlegasta heilsuvandamál samtímans, vandamál sem fáir þori að tala um vegna skammar. Í viðtali við Vikuna fjallar hún ítarlega um hvernig minnkandi mannleg samskipti hafi djúpstæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks.

„Einmanaleiki er mjög falið vandamál því fólk talar ekki um að það sé einmana, því fylgir skömm. Við erum í mun minni mannlegum tengslum,“ segir Ragga og bendir á hvernig sjálfvirknivæðing daglegs lífs hafi smám saman grafið undan raunverulegum samskiptum.
„Einmanaleiki er mjög falið vandamál því fólk talar ekki um að það sé einmana, því fylgir skömm. Við erum í mun minni mannlegum tengslum. Til dæmis í staðinn fyrir að hringja og panta pizzu þá pöntum við hana á netinu. Við tölum ekki einu sinni við mannveru. Það er allt orðið svo sjálfvirkt. Við þurfum ekki að fara í búðina, við getum bara pantað mat á netinu. Og ef við förum í matvörubúðina þá erum við ekki einu sinni að tala við mannveru á kassa því við förum á sjálfsafgreiðslukassann. Mannleg samskipti og tengsl eru orðin svo miklu minni en þau voru og þetta hefur áhrif á okkar líkamlegu- og andlegu heilsu.“

Fjallkona með skýr skilaboð

Ragga var fjallkona á þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn síðasta sumar, þar sem hún nýtti tækifærið til að beina kastljósinu að einmanaleika, sem hún segir marga sérfræðinga telja vera orðinn að faraldri. Í ræðu sinni lagði hún áherslu á að samfélagsmiðlar væru í vaxandi mæli að koma í stað raunverulegra tengsla.

„Samfélagsmiðlanotkun er að koma í staðinn fyrir að tengjast frekar í raunheimum og fá yfir okkur vellíðunarhormónin serótónín, oxytósín og dópamín, en með þeim styrkjum við „félagsvöðvann“. Hann styrkist með því að lesa í líkamstjáningu, heyra tón tungumálsins, nota raddböndin í staðinn fyrir þumlana og mynda augnsamband.“

Í ræðunni fjallaði Ragga einnig um hvers vegna einmanaleiki sé svo skaðlegur, og hvað sé til ráða.

„Lækningin við einmanaleika er samfélag. Að tilheyra. Að vera til þjónustu og hjálpa öðrum. Að einhver sjái okkur og hlusti á okkur. Þetta eru grunnfélagsþarfir mannsins.“

Hún hvatti fólk til að endurmeta forgangsröðun sína:

„Kjósum tengsl fram yfir tjákn. Kjósum samfélag fram yfir Snapchat. Kjósum augnsamband fram yfir Messenger og kjósum félagsstarf fram yfir Facebook.“

Líffræðileg áhrif einangrunar

Ragga útskýrir að félagsleg nánd sé ekki aðeins tilfinningaleg heldur líffræðileg nauðsyn. Hormón eins og oxytósín og serótónín losna í mannlegum samskiptum og stuðla að vellíðan, minni bólgum og betri heilsu.

Ragga nagli
Mynd: Sunna Gautadóttir

„Að vera einmana er streituástand og það hefur margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu eins og hærri hjartslátt, blóðþrýsting og veikara ónæmiskerfi. Við erum einnig með minni hugræna getu og erum í meiri áhættu á að þróa með okkur Alzheimer ef við erum einmana og mikið einangruð.“

Hún segir einmanaleika vera dýpstu ógn sem manneskjan upplifir:

„Það að vera einmana er mesta streita sem mannskepnan upplifir. Því það þýddi fyrir okkur skyndilegur dauði. Við gátum ekki lifað af ef við vorum ein. Við þurfum hjörðina til að lifa af, og þetta er heilsumál sem enginn er að tala um því þessu fylgir mikil skömm.“

Þurfum öll að finna okkar takt

Að lokum undirstrikar Ragga að fólk sé ólíkt, sumir þurfi meiri félagslega örvun en aðrir

„Við þurfum öll að finna okkar takt.“

Ragga nagli heldur fjölda fyrirlestra á Íslandi á næstunni og segir áhugann á efninu sýna að þörfin fyrir opna umræðu um einmanaleika sé brýnni en nokkru sinni fyrr.

Hægt er að lesa allt viðtalið við Röggu nagla í nýjasta tölublaði Vikunnar, sem kemur út í dag.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Jarþrúður þarf að glíma við Bændasamtökin
Pólitík

Jarþrúður þarf að glíma við Bændasamtökin

Alexis Ortega, rödd Spider-Man í rómönsku Ameríku, látinn aðeins 38 ára
Heimur

Alexis Ortega, rödd Spider-Man í rómönsku Ameríku, látinn aðeins 38 ára

Sprautaði óþekktum vökva á bandaríska þingkonu
Myndband
Heimur

Sprautaði óþekktum vökva á bandaríska þingkonu

Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki
Innlent

Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki

Reykvískur þjófur tekinn með óvenjulegt vopn fyrir utan Dillon
Innlent

Reykvískur þjófur tekinn með óvenjulegt vopn fyrir utan Dillon

Hjól losnaði af British Airways-flugvél í flugtaki frá Las Vegas
Myndband
Heimur

Hjól losnaði af British Airways-flugvél í flugtaki frá Las Vegas

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote
Heimur

Lík ungs ferðamanns fannst á Lanzarote

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni
Myndir
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

„Rosalega er þetta slappt“
Pólitík

„Rosalega er þetta slappt“

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“
Fólk

Ragga nagli varar við „földum faraldri“

„Lækningin við einmanaleika er samfélag“
Selja einbýli með stórbrotnu útsýni
Myndir
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar
Myndir
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok
Myndband
Fólk

Ólafur Ragnar slær í gegn á TikTok

Loka auglýsingu