1
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

2
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

3
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

4
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

5
Heimur

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum

6
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

7
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

8
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

9
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

10
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Til baka

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

„Þrátt fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir virðist Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir standa keik í afneitun sinni.“

Þorbjörg Sigríður Gunlaugsdóttir
Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirDómsmálaráðherra er sakaður um lygar
Mynd: Víkingur

Samtökin No Borders Iceland segja fullyrðingar Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, rangar í máli rússneskrar fjölskyldu sem nýlega var vísað úr landi. Í fréttatilkynningu sem samtökin sendu frá sér í gærkvöldi eru taldar upp fimm ástæður fyrir því að ummæli ráðherrans, sem birtust í frétt á Vísi í gær, standist ekki.

Í samtali við Vísi sagði Þorbjörg Sigríður meðal annars: „Þar [Í Króatíu] þykir málsmeðferð vönduð lagalega og uppfylla skilyrði sem gerð eru samkvæmt mannréttindasáttmálum og það er af þeirri ástæðu sem útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fara í það á grundvelli Dyflinnarreglugerðar að senda málið þangað þar sem það fær sína málsmeðferð.“

Í tilkynningunni segir að mannréttindasamtök í Króatíu hafi þegar greint frá því að fjölskyldan hafi sætt „ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð“ í varðhaldi þar í landi í desember 2024. No Borders Iceland bendir á að slíkar upplýsingar stangist beint á við þá mynd sem ráðherra hafi dregið upp af málinu.

Samtökin gagnrýna einnig harðlega að alvarlega veik móðir hafi verið skilin eftir ein með umsjá þriggja barna, þar á meðal nýfæddra tvíbura, á meðan eiginmaður hennar og barnsföður var haldið í lokuðu brottfararúrræði. Slík meðferð geti að þeirra mati með engu móti talist mannúðleg.

Þá kemur fram að fjölskyldufaðirinn hafi verið beittur hótunum um líkamsmeiðingar í varðhaldi í Króatíu, meðal annars af hálfu fulltrúa öryggisþjónustu stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningunni var ástandið í varðhaldinu svo alvarlegt að 55 einstaklingar frá Norður-Kákasussvæðinu hófu hungurverkfall til að mótmæla meðferðinni.

No Borders Iceland varar einnig við því að fjölskyldan eigi litla sem enga möguleika á að fá alþjóðlega vernd í Króatíu. Amnesty International hafi fordæmt stjórnvöld þar í landi fyrir ómannúðlega meðferð á rússneskum umsækjendum um vernd og tölur úr AIDA-gagnagrunninum bendi til þess að enginn rússneskur ríkisborgari hafi fengið vernd í Króatíu árið 2024, ári áður hafi 8.000 Rússar sótt um hæli þar í landi en aðeins 23 fengið vernd. Samtökin telja því yfirvofandi hættu á að fjölskyldan verði að lokum send aftur til Rússlands.

Að lokum segir í tilkynningunni að Útlendingastofnun hafi þegar verið „gerð afturreka um lygar“ í máli fjölskyldunnar. Vísað er til yfirlýsingar á vef island.is frá 7. október 2025 sem samtökin segja að hafi innihaldið rangar fullyrðingar, sem síðar hafi verið afsannaðar. Þrátt fyrir að nú liggi fyrir gögn um ómannúðlega meðferð í Króatíu, segjast samtökin undrast að dómsmálaráðherra haldi áfram að hafna þeirri gagnrýni.

„Þrátt fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir virðist Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir standa keik í afneitun sinni.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hjól losnaði af British Airways-flugvél í flugtaki frá Las Vegas
Myndband
Heimur

Hjól losnaði af British Airways-flugvél í flugtaki frá Las Vegas

Atvikið náðist á myndband
Lík ungs bandarísks ferðamanns fundið eftir sjóslys á Lanzarote
Heimur

Lík ungs bandarísks ferðamanns fundið eftir sjóslys á Lanzarote

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni
Myndir
Fólk

Selja einbýli með stórbrotnu útsýni

„Rosalega er þetta slappt“
Pólitík

„Rosalega er þetta slappt“

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum
Heimur

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent
Myndir
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi
Heimur

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi

Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina
Innlent

Þorgerður Katrín sökuð um hræsni í minningarfærslu um helförina

„Orðin, aldrei aftur, á greinilega ekki við um alla!“
Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju
Innlent

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu
Innlent

Saka dómsmálaráðherra um lygar í máli rússneskrar fjölskyldu

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Loka auglýsingu