Einstakt einbýlishús við Háholt 7 í Garðabæ er nú komið á sölu.
Húsið var teiknað af arkitektinum Jes Einari Þorsteinssyni og stendur á eftirsóttum stað með glæsilegu útsýni.
Húsið er skráð 310 fermetrar að stærð og er á þremur hæðum. Skipulag þess er rúmgott og fjölskylduvænt, með fimm svefnherbergjum, tveimur stofum og tveimur eldhúsum. Þá eru í húsinu tvö baðherbergi, gestasalerni, þvottaherbergi, anddyri og bílskúr.
Eignin var byggð árið 1983 og endurspeglar arkitektúr þess tíma, með áherslu á rými, birtu og tengingu við umhverfið. Staðsetningin í Garðabæ þykir afar eftirsótt, bæði vegna nálægðar við þjónustu og skóla sem og friðsæls umhverfis.
Húsið er auglýst á 219 milljónir króna og er ætlað þeim sem leita að vandaðri og rúmgóðri eign á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu.


Komment