
Séra Flosi Magnússon, fyrrum prófastur, er látinn en Þjóðkirkjan greinir frá andláti hans á vef sínum. Flosi lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð.
Flosi fæddist í Reykjavík árið 1956 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1976 og cand. theol. frá Háskóla Íslands árið 1986. Hann fór til Svíþjóðar í framhaldsnám í kirkjurétti við Lundarháskóla frá september 1992 fram í maí 1995.
Hann var settur sóknarprestur í Bíldudalsprestakalli frá 15. nóvember 1986. Árið 1987 var hann svo skipaður sóknarprestur í sama prestakalli. Hann var einnig skipaður prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi árið 1987.
Þá var hann sömuleiðis sveitarstjóri á Bíldudal frá 1986 til 1990.
Hann lét af embætti prests og prófasts árið 1999.
Flosi lætur eftir sig tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment