
Séra Gylfi Jónsson er fallinn frá en hann var 80 ára gamall. Þjóðkirkjan greindi frá andláti hans á vef sínum.
Gylfi fæddist á Akureyri árið 1945 og ólst hann þar upp. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri tók hann kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands árið 1966 og varð cand. theol. frá Guðfræðideild Háskóla Íslands þann 26. maí árið 1973. Hann fór í framhaldsnámi í Svíþjóð og Þýskalandi og þjónaði sem sóknarprestur í Svíþjóð.
Gylfi var prestur á nokkrum stöðum á landinu og er hægt að nefna Bjarnanesprestakall og Staðarfellsprestakall í því samhengi. Síðar varð Gylfi aðstoðarprestur í Seljasókn 1985-1986 og varð heimilisprestur á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund 1986-1988. Gylfi starfaði þá sem framkvæmdastjóri Öldrunarráðs Íslands árin 1987-1988 og varð svo ráðinn safnaðarprestur við Grensásprestakall 1988 og þjónaði þar til ársins 1994.
Hann var virkur þátttakandi í félagsstörfum fyrir Rauða krossinn og Lionshreyfinguna.
Gylfi lætur eftir sitt eitt barn og eiginkonu.
Komment