
Eins og frægt er orðið græða Sjálfstæðismenn á daginn og grilla á kvöldin en í gærkvöldi skelltu nokkrir þeirra sér í pottapartý í Reykholti, sjálfsagt eftir að búið var að grilla.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi stjórnarandstöðuþingmaður, birti bráðskemmtilega ljósmynd í story á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi. Þar mátti sjá nokkra núverandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins og einn fyrrverandi þingmann flokksins, gera sér glatt kvöld með einn ískaldan í heitum potti í Reykholti.
Þar mátti sjá auk Þórdísi Kolbrúnu, þau Jens Garðar Helgason, Diljá Mist Einarsdóttur og Jón Gunnarsson, njóta sín í heita pottinum.
Hér má sjá hina skemmtilegu ljósmynd:

Komment