
Skáldið Eydís Blöndal hefur ákveðið að selja íbúð sína á Kleppsvegi en íbúðin er virkilega krúttleg og notaleg.
Íbúðin skiptist í anddyri, alrými með stofu og nýlegu eldhúsi, stúkað hefur verið af gott svefnherbergi og baðherbergi var nýlega uppgert. Þvottahús, stór geymsla og hjólageymsla í sameign. Framkvæmdum á húsinu að utan er nýlokið. Gluggum var skipt út fyrir nýja í öllu húsinu og hurðum inn í hjóla og ruslageymslu samkvæmt auglýsingu um íbúðina.
Eydís vill fá 49.900.000 krónur fyrir íbúðina.
Hún vakti athygli með fyrstu bók sinni, Tvist og bast, sem kom út árið 2017. Í henni má finna frumleg ljóð sem áður höfðu birst á Twitter-síðu hennar. Í bókinni veltir hún fyrir sér tungumáli og tilfinningum, samfélagi og áhrifum samfélagsmiðla. Svo árið 2018 gaf hún út sína aðra ljóðabók, Án tillits, sem hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar, verðlauna sem veitt eru fyrir framúrskarandi ljóðabók ársins.
Þriðja ljóðabók hennar, Ég brotna 100% niður, kom út árið 2021. Í henni tekst hún á við djúpstæð málefni á borð við loftslagskvíða, föðurmissi og móðurhlutverkið.








Komment