
Stefán Þórðarson er látinn en hann var 89 ára gamall. Akureyri.net greinir frá andláti Stefáns.
Stefán fæddist í Hléskógum við Grenivík árið 1935 og fluttist átta ára gamall að Hjarðarholti í Laxárdal. Hann útskrifaðist frá Iðnskólanum á Akureyri árið 1956. Stefán flutti, ásamt eiginkonu sinni, í Teig í Eyjafjarðarsveit og stunduðu þau búskap þar saman til sumarsins 2023 og var Stefán yfirleitt kallaður Stebbi í Teigi í seinni tíð.
Þau stunduðu fjölbreyttan búskap meðal annars seiðaeldi og kartöflurækt, einnig var búið með sauðfé, kálfaeldi og sjókvíaeldi var stundað um tíma. Lengst af var þó búið með svín.
Stefán lætur eftir sig sex börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment