Suður-Kórea varð í dag fyrsta landið til að láta víðtæk lög um gervigreind taka gildi að fullu, þar á meðal sérstök ákvæði sem beinast að svokölluðum „deepfake“-fölsunum.
Stjórnvöld þar hafa sagt að þau stefni að því að verða eitt af þremur leiðandi gervigreindarveldum heims, ásamt Bandaríkjunum og Kína.
„Grunnlögin um gervigreind taka gildi að fullu í dag,“ sagði forsetinn Lee Jae Myung.
Lögin kveða á um að fyrirtæki verði að tilkynna notendum fyrirfram þegar þjónusta eða vörur nota „skapandi“ gervigreind.
Þau segja einnig að efni, þar á meðal deepfakes, sem ekki er auðvelt að greina frá raunveruleikanum, skuli merkt á greinilegan máta ásamt öðrum kröfum.
Lögin, sem voru samþykkt í desember 2024, eiga að „koma á öryggis- og traustgrundvelli til að styðja við nýsköpun á sviði gervigreindar“, að því er vísinda- og upplýsingatækniráðuneytið sagði í yfirlýsingu.
Brot á lögunum geta varðað sektum allt að tveimur og hálfri milljón króna.
Suður-kóreskir fjölmiðlar segja þetta vera fyrstu heildstæðu lögin um gervigreind í heiminum sem taka gildi.

Komment