
Glæsilegt heimili í GarðabæNóg af plássi fyrir stóra fjölskyldu.
Októ Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Ölgerðarinnar, hefur sett einbýlishús sitt á sölu en um er að ræða 287.6 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í Garðabæ.
Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi og eru allar innréttingar úr rauðeik og smíðaðar í trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki sem þekkt er fyrir einstaklega vandaða smíði. Húsið er klætt að utan með álklæðningu að miklu leyti en múrað á hefðbundinn hátt að öðru leyti
Októ er einn af tekjuhæstu mönnum Íslands en hann var í 21. sæti Hátekjulista Heimildarinnar sem birtist fyrir stuttu og var hann með 807.969.606 krónur í heildarlaun árið 2024.
Októ vill fá 290 milljónir króna fyrir hús sitt.










Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment