1
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

2
Peningar

Góð samskipti tryggja Andrési tugi milljóna

3
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

4
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

5
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

6
Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?

7
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

8
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

9
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

10
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Til baka

Þingmaður segir Rósu setja stjórnina í skrýtna stöðu

Heiða Björg sagði af sér formennsku í SÍS í gær

rósaguðbjartsdóttir
Guðmundur Ari er ósátturRósa ætlar ekki að hætta
Mynd: Aðsend

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að sitja áfram í stjórn SÍS en hún var kosin á Alþingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í haust. Þá er hún einnig bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.

„Eitt af meginmarkmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagsmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ skrifar Guðmundur í færslu á Facebook um málið. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri sagði af sér í gær eftir mikla gagnrýni um að hún væri borgarstjóri og formaður SÍS á sama tíma en sú staða er skilgreind sem 50% vinna.

Hins vegar telur Guðmundur stjórnarsetu Rósu vera hagsmunaárekstur en hún hefur gefið það út að hún muni ekki segja af sér strax, geri hún það yfirhöfuð.

„Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því að fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“

Að sögn Guðmundar hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna á því að Bjarni Jónsson úr Vinstri Grænum sæti í stjórn SÍS og á Alþingi á sama tíma á síðasta kjörtímabili en hann sagði sig ekki úr stjórninni strax og hann tók sæti á Alþingi.

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður
Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður

„Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarness og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ég ætla að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hefur af skattgreiðendum sem situr á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum.“

Að lokum spyr Guðmundur hvernig einstaklingur í fullu starfi á Alþingi geti mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín
Heimur

Sýrlendingur grunaður um að skipuleggja árás í Berlín

Var handtekinn af lögreglu og færður í varðhald
Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn
Heimur

Sydney Sweeney öskraði á fyrrum unnusta sinn

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó
Innlent

Stingur upp á að fylla Miklubraut af snjó

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“
Innlent

„Ég á rosalega sterka móður sem var alltaf til staðar fyrir mig“

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn
Innlent

Reyndi að smygla inn kókaíni frá Kaupmannahöfn

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur
Pólitík

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur

Rússar drápu tvö börn í Úkraínu í nótt
Heimur

Rússar drápu tvö börn í Úkraínu í nótt

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu
Myndir
Fólk

Freyja framkvæmdastjóri selur á Eiríksgötu

Fergie mun missa titla sína og heimili
Heimur

Fergie mun missa titla sína og heimili

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði
Heimur

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ
Innlent

Faðir tekinn fullur með tvö börn í bílnum í Garðabæ

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni
Innlent

Einar segir Íslendinga taka reiðiköst af litlu tilefni

Pólitík

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur
Pólitík

Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ætla gera betur

Ríkið getur skapað grunn að sögn Daða
„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“
Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

Loka auglýsingu