1
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

2
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

3
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

4
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

5
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

6
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

7
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

8
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

9
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

10
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Til baka

Þingmaður segir Rósu setja stjórnina í skrýtna stöðu

Heiða Björg sagði af sér formennsku í SÍS í gær

rósaguðbjartsdóttir
Guðmundur Ari er ósátturRósa ætlar ekki að hætta
Mynd: Aðsend

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að sitja áfram í stjórn SÍS en hún var kosin á Alþingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í haust. Þá er hún einnig bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.

„Eitt af meginmarkmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga felst í hagsmunagæslu sveitarfélaganna gagnvart ríkisvaldinu. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna og hefur svo náin samskipti við Alþingi,“ skrifar Guðmundur í færslu á Facebook um málið. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri sagði af sér í gær eftir mikla gagnrýni um að hún væri borgarstjóri og formaður SÍS á sama tíma en sú staða er skilgreind sem 50% vinna.

Hins vegar telur Guðmundur stjórnarsetu Rósu vera hagsmunaárekstur en hún hefur gefið það út að hún muni ekki segja af sér strax, geri hún það yfirhöfuð.

„Það að þingmaður sitji í stjórn sambandsins er algjör hagsmunaárekstur og trúnaðarbrestur við sveitarfélögin í landinu. Þessi ákvörðun Rósu setur alla stjórnina í skrýtna stöðu þar sem þau trúnaðarsamtöl sem fram fara í stjórn Sambandsins fara nú fram með fulltrúa Alþingis á fundunum. Formaður og stjórn Sambandsins þurfa að geta ráðið ráðum sínum og átt í trúnaðarsamskiptum um samskipti við m.a. ríkisstjórnina án þess að þurfa að gæta að því að fulltrúar þingsins séu viðstaddir.“

Að sögn Guðmundar hneyksluðust fulltrúar Sjálfstæðismanna á því að Bjarni Jónsson úr Vinstri Grænum sæti í stjórn SÍS og á Alþingi á sama tíma á síðasta kjörtímabili en hann sagði sig ekki úr stjórninni strax og hann tók sæti á Alþingi.

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður
Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður

„Ég skil það vel enda sat ég sjálfur í stjórn Sambandsins þegar ég var kjörinn á þing og sagði mig strax úr stjórninni. Ég sagði mig líka úr bæjarstjórn því fyrir mér er þingmannastarfið fullt starf og ég treysti vel öðrum öflugum fulltrúum Samfylkingar til að taka sæti í bæjarstjórn Seltjarnarness og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ég ætla að leyfa öðrum að ræða um launatölur og hvaða mánaðarlaun einstaklingur hefur af skattgreiðendum sem situr á Alþingi, bæjarstjórn Hafnarfjarðar, nefndum á vegum Hafnarfjarðar og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. En það sem ég skil ekki er að Hafnfirðingar og Sjálfstæðismenn sætti sig við að kjörinn fulltrúi á þeirra vegum dreifi kröftum sínum á þennan hátt og neiti að hleypa öðrum Sjálfstæðismönnum að trúnaðarstörfum.“

Að lokum spyr Guðmundur hvernig einstaklingur í fullu starfi á Alþingi geti mætt á sama tíma á bæjarstjórnarfundi, nefndarfundi og fundi í stjórn Sambandsins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Björn Þorláksson hjólar í stjórnarandstöðuna
Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð
Innlent

Ökumaður undir áhrifum stal úr kynlífstækjabúð

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ
Myndir
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Björn Þorláksson hjólar í stjórnarandstöðuna
„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“
Pólitík

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald
Pólitík

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald

Ráðherra fer í hjartaaðgerð
Pólitík

Ráðherra fer í hjartaaðgerð

Loka auglýsingu