1
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

2
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

3
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

4
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

5
Heimur

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum

6
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

7
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

8
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

9
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

10
Heimur

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns

Til baka

Þrír sendir á spítala eftir slys

Landspítali
Einn gisti fangageymslu lögreglu í nótt54 mál voru skráð í kerfi lögreglu.
Mynd: Víkingur

Lögregla hafði í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi og komu upp fjölmörg mál af ólíkum toga, bæði í umferðinni og vegna almennra afskipta.

Rannsókn stendur yfir á innbroti og þjófnaði í fyrirtæki, auk þess sem tilkynnt var um líkamsárás sem einnig er í rannsókn. Þá var greint frá umferðarslysi þar sem bifreið var ekið í gegnum grindverk. Þrír voru fluttir á slysadeild til frekari aðhlynningar, en ekki liggur fyrir frekari upplýsingar um ástand þeirra.

Nokkur umferðarlagabrot komu upp. Kona var kærð fyrir að aka á 105 km/klst þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Karlmaður var kærður fyrir að aka á 90 km/klst á 30 km/klst svæði og var hann færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökurétti til bráðabirgða fyrir að aka á þreföldum leyfilegum hámarkshraða. Þá voru tveir menn kærðir fyrir akstur án gildra ökuréttinda, annar þeirra einnig sviptur ökurétti áður.

Lögregla handtók tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, auk aksturs án réttinda. Í báðum tilvikum var farið í hefðbundið ferli. Einnig var maður vistaður í fangaklefa þar sem hann var víðáttuölvaður, gat ekki sannað á sér deili né sinnt eigin hagsmunum vegna ástands.

Afskipti voru einnig vegna óspektar. Trylltur maður var fjarlægður úr húsnæði félagssamtaka og manni í annarlegu ástandi var vísað út úr ruslageymslu og komið í skjól. Þá var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun sem var afgreiddur á vettvangi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins hæðist að erlendum nemendum

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum
Heimur

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent
Myndir
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi
Heimur

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram
Pólitík

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns
Heimur

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið
Myndband
Heimur

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið

Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju
Innlent

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

Loka auglýsingu